Sirkus

Í dag var farið í sirkus. Börnin skemmtu sér hið besta við að horfa á gúmmístelpuna sem gat troðið sér ofaní ofurlítinn kassa, loftfimleikastúlkuna, konuna sem tamdi tígrisdýrin, hina sem hélt á lofti húlahringjum og, að sjálfsögðu, trúðastelpuna. Það leynir sér ekki af ofantöldu að sirkuslíf í dag telst til láglaunastarfa. Sirkusstjórinn var samt vitaskuld …

Kvenmannsverk, Leberkäse og kjúklingur

Einhvern veginn vill verkast þannig að þegar bóndinn sér einn um heimilið líður helmingi lengra á milli alls þess sem þarf að gera en ella. Eða lengra. Frúin hélt uppá skerið á laugardaginn var til að taka þátt í alþjóðlegri leiklistarhátíð. Í kvöld er hvíld fyrir alla þátttakendur (nema frúna) og svo eru enn þrjú …

Männer Hits

Sit og horfi á Die Ultimative Chart Show enn eina ferðina, í þetta sinn er rennt í gegnum 50 vinsælustu „Männer Hits“ allra tíma (til mótvægis við „Frauen Hits“ í síðustu viku). Það er komið að 17. sæti og það er einhver í sjónvarpssal að syngja eitthvað lag með Springsteen sem ég hef aldrei heyrt …

Pressan og Brúðguminn, soðbollur og pylsur

Ég greip með mér tvær ræmur á leið gegnum fríhöfnina hingað út: Sjónvarpsþættina Pressa og Brúðgumann. Ég gat ekki stillt mig og horfði á Pressuna strax fyrstu dagana eftir að ég kom hingað út, sjónvarps- og internetlaus á síðkvöldum. Og var bara nokkuð hrifinn. Þessir þættir sýna íslenskt líf frá sjónarhorni sem maður var ekki …

Evróvisjón – blogg í rauntíma (seinni hluti)

Jæja, það rétt slapp. Á síðustu stundu duttum við inná hollenska stöð sem sýnir seinna kvöldið. Ég var farinn að halda að við fyndum þetta ekki. En það slapp, ég er kominn með Rothausinn í aðra hendina og allt orðið sirkabát einsog á að vera. Fyrir utan að heyra ekki í honum Sigmari blessuðum, heldur …

Bara það sem máli skiptir

„Hvað ætli þetta sé,“ velti hann Esteban vinnufélagi minn fyrir sér. Við stóðum fyrir framan sýnisskápinn með úrvali rétta dagsins í sjúkrahúsmötuneytinu og klóruðum okkur í hausnum yfir diski með einhvunnlags ókennilegri böku í fagurgulu sósuhafi. „Ég veit það ekki,“ svaraði ég. „En ég ætla mér að komast að því.“ Ég hefði getað spilað það …