Volksmusik og Menschen am Limit

Arrg. Ég var að fatta að við horfðum á vídeó í allt kvöld þegar við hefðum getað verið að horfa á Grand Prix der Volksmusik (Deutscher Vorentscheid 2009) á ZDF. Meðal keppenda voru Isartaler Hexen, Rico Seith og Oswald Sattler und Die Bergkameraden. Ég má til með að deila með ykkur entrönsunum þeirra:

Ég sé að þetta hefur verið geysihörð keppni – það gerir þetta enginn eins vel og Þjóðverjar. En persónulega er ég langhrifnastur af Fjallakumpánunum.

Ojæja. Það er auðvelt að vera vitur eftirá.

Annars er voðalega erfitt að halda athyglinni við bloggið – það er eitthvert þýskt „Snuff TV“ í gangi á Das Vierte: Echt Hart! – Menschem am Limit. Ég bara get ekki að því gert. Það er álíka erfitt að hætta að horfa á þetta og umferðarslys í uppsiglingu (sem eru þarna reyndar nokkur, þarámeðal viðtal við „Lexi Kárason“ sem sést skadda sig í sló-mó í einhverri snjósleðakeppni á Íslandi). Eða fréttir af nýjasta kílóinu hennar Jennifer Aniston á Vísi. Eða æ fokkit.

5 replies on “Volksmusik og Menschen am Limit”

  1. HAHAHAHAHA…ég táraðist meira að segja. Ég hló svo við að horfa á þetta. Úff, það liggur við að ég horfi á þetta aftur 🙂

  2. Ég veit ekki alveg hvort er skelfilegra – þessi tónlist eða sú staðreynd að Hjörvar finnst hún í alvöru flott og syngur með af hjartans list. Hann er meira að segja farinn að læra textana og ég hugsa að hann setji inn í minnið á símanum að horfa á aðalkeppnina í ágúst!

  3. Ég leitaði uppi svona þrjú fjögur lög úr þessari keppni í viðbót. En þau voru bara rusl. Þessi báru af í fagmennsku og almennri geðþekkt. Eins og gull af eir.

Comments are closed.