Bara það sem máli skiptir

„Hvað ætli þetta sé,“ velti hann Esteban vinnufélagi minn fyrir sér. Við stóðum fyrir framan sýnisskápinn með úrvali rétta dagsins í sjúkrahúsmötuneytinu og klóruðum okkur í hausnum yfir diski með einhvunnlags ókennilegri böku í fagurgulu sósuhafi. „Ég veit það ekki,“ svaraði ég. „En ég ætla mér að komast að því.“ Ég hefði getað spilað það öruggt, valið mér reykta skinku með súrkáli tildæmis, en þetta varð ég að prófa. Af því ég vissi ekki hvað það var. Og fékk mér dálitla skál  af eplamauki í eftirmatinn.

Hér bara tíðkast ekki að sleppa eftirréttinum í hádeginu. Slíkt er háttur villimanna. Eftilvill meira um það síðar.

Svo settist hópurinn saman og ég sá að Esteban hafði fylgt fordæmi mínu með aðalréttinn. Sem ég síðan uppgötvaði við fyrsta bita að var afskaplega ljúffengt heitt Apfelstrudel með heitri vanillusósu. Það var samt eitthvað ekki alveg með felldu við það að fá sér heita eplaböku í aðalrétt og kalda skál af eplamauki þar á eftir.

Ég fékk mér líka glas af ropvatni. Klikkaði þvímiður alveg á að hafa glas af Apfelschorle til að skola þessu niður með.