Ammlis

Jæja.

Það er bara fjögurra ára bloggafmæli.

Ekki geri ég mikið í því.

En á morgun er eitt af hinu taginu. Ekki stórt sosum, en þó ekki minna en svo að ég býð nokkrum vinum í hátíðarkvöldverð.

Stefnt er á að matseðillinn verði eitthvað í þessa áttina:

Forréttur:

Grillaðir humarhalar með estragoni, hvítvíni og hvítlaukssmjöri

Aðalréttir:

Ofnbökuð ýsa í rjómaostasósu

Sætur og sóðalegur chilikjúklingur

Steik – tiltölulega hefðbundin
Eftirréttir:

Syllabub með ástaraldinum

Ís með púrtvíns- og konjakslegnum gráfíkjum

Kaffi og meððí

Sjáum hvernig til tekst. Ég á ábyggilega eftir að fara á tauginni yfir þessu annað kvöld. En þó er kostur hversu mikið af þessu er hægt að vera búinn að græja áður en gestirnir koma. Kvöldið í kvöld fer mikiðtil í eldamennskuna.

Join the Conversation

  1. Avatar
  2. Avatar
  3. Avatar
  4. Avatar
  5. Avatar

5 Comments

  1. ae mer thykir svo leidinlegt ad hafa ekki einusinni haft raenu a ad senda ther afmaeliskvedju daginn fyrir afmaelid – og vera nuna sein. hermed faerdu thvi sidbunar kvedjur i telefne dagsins, venur. thurt agaetur. hlakka til ad hitta thig og familiuna i sumar – thad skal takast!

Leave a comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *