Einu sinni var…

Ég átti alltaf eftir að segja frá því að ég fór í leikhús í nóvember síðastliðnum. Og varð djúpt snortinn. Mér liggur við að segja, ég varð fyrir „leiklistarupplifun.“ Varð uppnuminn.

Dagskráin sem um ræðir hét „Einu sinni var…“ og var sett upp af leikfélaginu Hugleik í Þjóðleikhúskjallaranum. Hún samanstóð af 12 manns sem sátu uppi á sviði, kváðu rímur og stungu kvint, milli þess sem þau skiptust á um að standa upp og segja sögur af forfeðrum sínum og formæðrum. Hljómar kannski ekki einsog mikið, en að sitja þarna og hlusta á sögurnar (já, upplifunin!) var dáleiðandi. Töfrum slungið. Í bílnum á leiðinni heim rifjaði ég upp þær sögur sem ég kunni af forfeðrum mínum og formæðrum, og bræddi með mér hvaða sögu mig myndi langa til að segja.

Kannski ég geri það bara einhverntímann.

En það þarf ekki að hafa mín orð fyrir þessu. Ég vísa á ágæta leikhúsrýni Silju Aðalsteinsdóttur á vef Tímarits Máls og Menningar.

Nú ber svo gleðilega við að þessi dagskrá verður endurflutt í tvígang, næstkomandi sunnudags- og þriðjudagskvöld, í Þjóðleikhúskjallaranum klukkan átta. Og ég segi bara eins og þau á TMM: Í guðs bænum ekki missa af því. Ég ætla að fara og sjá þetta aftur á sunnudagskvöldið. Og dreg frúna með.

Join the Conversation

  1. Avatar
  2. Avatar
  3. Avatar
  4. Avatar

4 Comments

  1. hljómar vel og gaman að lesa gagnrýni Silju, sögur geta verið svo upplífgandi. Góða skemmtun og góðar kveðjur til frúarinnar

Leave a comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *