„If you lived here you’d be home now and suicidal“

Nei djóg. Alltaf gaman að vera til. Bara dáldið önnum kafið stundum. Les: Viðþolslaust síðan um miðbik síðasta vetrar.

En ég hálfpartinn missti vitið þarna á tímabili. Gullæði er líka hugarástand, ekki bara samfélagslegt fyrirbæri.

Sjá pönnufyllina, skyldirðu nenna því.

Allavega, þetta leið hjá. Og ég held að hausinn á mér sé á réttari stað núna en hann hefur verið svo mánuðum skiptir.

Svo, gaman aððessu.

Sú elsta er sjö ára akkúrat í dag. Tíminn flýgur: það eru nákvæmlega sex ár og sex dagar síðan hún tók fyrstu skrefin, sællar minningar. Ég myndi óska henni til hamingju ef hún vissi af mér hérna.

Og svo mun eflaust verða fyrr en varir: Hún er að verða fluglæs, bæði á kolefnis- og sílikonflögurnar.

P.S til annarra truflaðra einstaklinga og yfirhöfuð þeirra sem blogga í WP: Hvernig í horngrýtinu sleppur maður undan því að bendillinn fari í leitarham þegar maður slær inn íslenska broddstafi? Þetta. Er mjög. Pirrandi.

Join the Conversation

  1. Avatar
  2. Avatar
  3. Avatar
  4. Avatar

4 Comments

  1. Þetta gerist amk í línux undir Mozilla/Firefox/Seamonkey vafra. Það er svo langt síðan ég bloggaði úr kjölturakkanum heima að ég bara man ekki hvernig þetta hegðaði sér þar.

  2. Ég lenti einhvern tíma í þessu með vefforritið sem við vorum með í gamla daga á Leiklistarvefnum. En það vandamál leystist aldrei, þrátt fyrir talsvert grúsk tölvumanna, og svo var skipt um forrit. En við vorum, minnir mig, að vinna í Safari eða Firefox á þeim tíma, svo kannski virkar betur í PC… Sem gæti þó verið erfitt og sárt að viðurkenna.

Leave a comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *