„This is no time to fuck up…“

Það er skemmtileg persónuleg lífsreynslusaga í Mogganum í morgun, skrifuð af ágætum pilti sem reyndi sig vansöngva á æfingu hjá kórnum mínum á þriðjudagskvöldið var. Honum var hálfgerð vorkunn að vera fleygt svona strax útí djúpu laugina: Við erum að æfa Jólakantötu Honeggers og Gloriu eftir Poulenc fyrir jólatónleikana í desember. Ég get vel trúað að hafi komið dálítið á hann, blessaðan. En vona að hann þori þó að koma aftur.

Og megi hann skrifa sem oftast um reynsluna – ég væri til í að lesa… svona… „raunveruleika-“ greinabálk um það hvernig er að vera óreyndur söngmaður að syngja krefjandi tónlist í ráðsettum kór. Paris Hilton fyrir okkur rauðhálsana.

Eða kannski svona… …Ernest Hemingway… (æ mig auman) …að lýsa lífinu í skotgröfunum. Kannski dáldið utanaðfrá, en samt á staðnum.

Eða kannski er ég bara svona hrifinn af þessu fyrir plöggið…

8 replies on “„This is no time to fuck up…“”

 1. Eins og talað úr mínu hjarta, Hjörvar. Sagan hans minnti mig á mína fyrstu æfingu í Hamrahlíðakórnum forðum. Sem betur fer varð þetta auðveldara.

 2. haha, mig langar að lesa þessa grein 😀

  Ég held við höfum hrætt einn burt sem mætti á sína fyrstu æfingu á Messu í G-dúr eftir Poulenc (taaaalsvert erfiðari en Glorían, reyndar), þegar Hljómeyki og Áskirkjukórinn voru að æfa það verk.

 3. Halló!

  er hægt að lesa þessa grein einhversstaðar? Svona fyrir okkur sem ekki fáum Moggann…

  Kveðjur,

  Lísa

Comments are closed.