„Vertu hjá mér Dísa…“

Hvað ætli sé Tom-Waits-legasta lag sem til er sem er ekki eftir Tom Waits, né undir augljósum áhrifum frá honum, né öfugt?

Dalakofinn eftir Friðrik Jónsson við ljóð Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi er mér ofarlega í huga þessa dagana. Kannski meira um það seinna í dag.

Setjum eftirfarandi ramma, til að halda þessu einföldu:

  • Íslenskur höfundur
  • Fráþví fyrir 1970

Býður einhver betur?