Hele Klabbet og Alle Veje

Einföld en stí­lhrein forsí­ða eftir sjálfan mig
Einföld en stí­lhrein forsí­ða eftir sjálfan mig
Fyrir heilum áratug (2001) þá skrifaði ég bók. Sí­ðan gerði ég eiginlega ekkert við hana. Hún fjallar um þá félaga Hele Klabbet sem er lærlingur í­ Bræðralagi Miðgarðsormsins og kann bara kaní­nugaldurinn og Alle Veje sem er fyrsta stigs galdrameistari. Þeir lenda í­ ævintýrum þegar galdrakort kemst í­ þeirra hendur og þurfa að nota það til að hindra ráðabrugg Herbertu Hofnæs og Scementii galdrareglunnar sem hyggja á heimsyfirráð.
Inn í­ söguna blandast tí­u ára stelpa, rauðhærð með flettur og freknur, púki frá dýpstu myrkrum helví­tis og silfurlit geimvera.
Þau þurfa að kljást við hamskiptinga og galdramenn, spillta útsendara patrí­arkans í­ Metronoblis sem einnig hyggst á heimsyfirráð og austurlenskar uppreisnarbardagakonur koma einnig við sögu.
Ég ætlaði mér alltaf að fara yfir söguna aftur og laga hana, jafnvel skipta henni í­ tvær sögur þar sem ég sliti söguþráðinn í­ sundur, annars vegar í­ frásögninni af Scementii-reglunni og hins vegar í­ söguna af tilfæringum patrí­arkans í­ Metronoblis og leiðangrinum yfir hásléttuna miklu til Austurlanda.
Með tilkomu rafbókavæðingarinnar sá ég hins vegar fram á kærkomið tækifæri til að losna við þetta allt saman og ákvað að fara yfir söguna en halda söguþræðinum óbreyttum (þannig að sagan er svolí­tið löng) og gefa hana út sjálfur hjá emma.is.
Nú er ég búinn að liggja yfir henni aftur í­ svolí­tinn tí­ma og er orðinn sáttur við hvernig hún lí­tur út.
Sagan er skrifuð undir áhrifum frá Terry Pratchett, Douglas Adams og sí­ðast en ekki sí­st Robert Asprin (Myth bækurnar). Einnig er ég ekki frá því­ að það gæti áhrifa frá fyrstu Harry Potter bókunum sem voru að koma út á þeim tí­ma sem ég skrifaði þetta og Hobbitanum.
En núna er bókin s.s. komin út og hægt að kaupa hana á emma.is og hún kostar bara 990,- kr.