Raymond Khoury – Sí­ðasti Musterisriddarinn

Ég vil vara eindregið við þessari bók. Ég keypti hana og las á ensku fyrir margt löngu. Hugmyndin á bakvið söguna var áhugaverð (þ.e. hópur manna í­ fullum herklæðum musterisriddara ræðst inni í­ safn í­ New York þar sem stendur yfir sýning á munum frá Vatí­kaninu og stelur einhverri fornri vél). Þetta er fí­n spennusaga …

þrennt yndislegt

Lí­klega hættir mér til að pirrast og nöldra full mikið á þessu bloggi enda kannski ekki við öðru að búast í­ þessu okur- og múgæsingalandi sem maður býr í­ sem vafasamir erlendir auðhringir eru að kaupa upp. Til að vega upp á móti þesum önugleika ætla ég núna að minnast á þrennt sem mér finnst …

Holtsels-hnoss

Ég fór í­ Holtsel áðan en þar er seldur heimatilbúinn í­s undir heitinu sem gefur að lí­ta í­ fyrirsögninni. Ekki beint þjált nafn en óumdeilanlega alveg hreint frábær í­s. Þarna er semsagt búið að útbúa lí­tið kaffihús á efri hæðinni í­ fjósinu. Þetta er mjög notalegt umhverfi þar sem hægt er að ganga um bæinn …

Okursamfélagið

Stundum fær maður yfir sig nóg af okursamfélaginu hér á Íslandi. Þetta er sérstaklega áberandi þegar kemur að mat og drykk. Um daginn keypti ég kvöldmat fyrir fjölskylduna á Nings sem er nýbúið að opna stað hér á akureyri. Þar kosta réttirnir á bilinu 1.300 til 1.500 krónur. Matur fyrir fjögurra manna fjölskyldu kostaði þannig …