Karlar sem hata konur fara í­ taugarnar á mér

Mí¤n som hatar kvinnor
Mí¤n som hatar kvinnor
Fyrir utan að skilja ekki karlrembu þá fer bók og bí­ómynd með umræddum titli ákaflega í­ taugarnar á mér sem er í­ raun mjög skrýtið þar sem ég hef ekki lesið bókina og ætla ekki að fara á bí­ómyndina. Ég held að það sé aðallega umræðan sem pirrar mig, þ.e. hve mikið er gert úr því­ að Stieg Larson skyldi hafa dáið áður en bækurnar komu út. Nú getur vel verið að þessar bækur séu snilldarverk en það tengist áreiðanlega ekki ótí­mabæru andláti Larsons. Ég hef mikla samúð með fjölskyldu hans og vinum. Nei, það sem fer í­ taugarnar á mér er hvað það er búið að „hæpa“ þessar bækur upp (e. hype). Minnir mig á versta pólití­ska eða útrásar spuna. Er bókmenntalegur spuni skárri en þeir fyrrnefndu? Fyrir utan það hvað nafnið á bókinni er fráhrindandi, a.m.k fyrir karlmenn. Hljómar eins og últra-feminí­skt-sænskt-sósí­aldrama! En mér skilst að þetta séu spennubækur og ágætar sem slí­kar. Ein lí­na úr umsögn um myndina festist lí­ka í­ hausnum á mér: Mynd sem tekur á raunsæan og hreinskilinn hátt á kynbundnu ofbeldi! Raunsæan og hreinskilinn? Það var nú gott. Er ekki nóg að vera á móti kyndbundnu ofbeldi, þarf maður að horfa á bí­ómyndir um það lí­ka? Lí­klega fjallar bókin (og myndin) um annað og meira en vonda meðferð á konum og illsku feðraveldissamfélagsins, en að því­ á ég aldrei eftir að komast, því­ það er gjörsamlega búið að drepa í­ mér allan áhuga á þessu.

4 replies on “Karlar sem hata konur fara í­ taugarnar á mér”

  1. Bókin er ágæt, ekkert meistaraverk en fí­nn reyfari. Getur náttúrlega lesið hana á ensku, þar heitir hún nefnilega bara The girl with the Dragon Tattoo 😛 Hún er langt frá því­ bara eitthvað karlabashing eða aumingja-konur-karlar-eru-alltaf-svo-vondir-við-þær neitt.

    Myndinni mun ég væntanlega sleppa, efast um að hún bæti nokkrum sköpuðum hlut við bókina.

  2. Einmitt það sem ég hélt. Fí­n bók sem er búið að skemma fyrir mér með slæmum titli og vondri markaðssetningu. Kannski ég lesi hana bara á ensku.

  3. Ég mæli með sænsku útgáfunni. Þetta eru fí­nar bækur – og það er ástæða fyrir tilti fyrstu bókarinnar (í­ sögunni meina ég, ekki bara markaðsleg) en þeim er hvorki beint gegn körlum sem slí­kum og þær eru heldur ekki nein sérsök snilld. En þær standa fyllilega fyrir sí­nu sem góðir krimmar, mun betri en flest sem kemur út í­ þeim geira.

  4. Las loksins þessa bók, á ensku, og verð að segja að ég er underwhelmed. Svo sem allt í­ lagi bók en alls ekkert meistaraverk og allt of löng. Hef lesið betri sósí­alrealistí­k áður. Efast um að ég nenni að lesa seinni tvær bækurnar.

Comments are closed.