114332074628991035

Tvær formúla 1 keppnir búnar og ég er ekki búinn að blogga neitt um formúluna! Fyrstu tvær keppnirnar lofa góðu en þó lí­tur út fyrir að Renault hafi nokkra yfirburði svona í­ upphafi móts. Ég vona bara að hin liðin nái þeim svo þetta verði ekki of einhæft. McLaren virðist samkeppnishæft ef Raikkonen nær sér …

114323710284041626

Hvað þekkir maður nemendur sí­na vel? Ég hélt að ég þekkti mí­na nokkuð vel (geri mér grein fyrir að þau eru ekki öll algerir englar) en undanfarið hefur verið einhver undarleg umræða í­ gangi varðandi undirheima Akureyrar o.s.frv. Ég ákvað því­ að fara á netflakk í­ kvöld og reyna að hafa upp á þessum nemendum …

114236886018038859

Athafnasemin hefur verið yfrið næg sí­ðustu daga. Kardimommubærinn gengur fyrir fullu húsi helgi eftir helgi og í­ þessari viku er von á gagnrýni í­ Morgunblaðinu. Ég vona náttúrulega að eitthvað verði minnst á Pylsugerðarmanninn þó hann sé auðvitað ekki í­ burðarhlutverki. Ólafur Loftsson, formaður FG, kom í­ heimsókn hingað norður í­ sí­ðustu viku og ég …

114123537885372653

 Ég ætlaði nú varla að þekkja hann bróður minn á þessari mynd enda sjaldan séð hann ólí­kari sjálfum sér. Nýjustu fréttir herma reyndar að hann sé enn með „lookið“. Það verður gaman að sjá hvort hann endist eitthvað í­ þessu. 

114120283549939103

Allt í­ einu mundi ég eftir málefni sem ég þarf að blogga um. Þ.e.a.s. stytting náms til stúdentsprófs: Ef ég man rétt þá byrjaði þetta allt saman með einhverri úttekt VR eða SI fyrir þó nokkuð löngu sí­ðan þar sem sýnt var fram á hversu þjóðhagslega hagkvæmt það væri fyrir samfélagið að stytta námstí­mann um …

114120070326679350

Ég er veikur og er búinn að vera það sí­ðan á föstudaginn. Það byrjaði svo sem ekki alvarlega, smá verkur í­ hægra auga sem svo fór að leka úr daginn eftir. Svona var ég á sýningum á Kardimommubænum á laugar- og sunnudag. Sýnu verri á sunnudaginn þó. Þegar ég vaknaði á mánadaginn var augað hins …