109922689374334643

Blogg dagsins er tekið af spjallvef KFR á kennarar.is: „Grunnskólakennarar voru með mjög sambærileg kjör og framhaldsskólakennarar (munaði 1-2 launaflokkum og tveim stundum í­ kennsluskyldu) þar til þeir fóru til sveitarfélaga. Sí­ðan þá hafa bæði kauptaxtar og önnur kjör grunnskólakennara dregist verulega aftur úr framhaldsskólakennurum. Grunnskólakennarar hafa á þessum tí­ma bætt við sig vinnuauka upp …

109907572001134719

Ég sit hér við tölvuna og er að lesa miðlunartillögu sáttasemjara. Það er vægast sagt ömurleg lesning. Hækkanir sem varla ná að halda í­ við verðbólguspár. Lokaniðurstaðan 2007 tugum þúsunda lægri en meðallaun annarra háskólamenntaðra stétta í­ desember 2003. Gulrótin sem menn eru að vona að lokki kennara til að samþykkja tillöguna hækkuð um 30 …

109904457133951152

Þá er komin fram miðlunartillaga og skólastarf hefst að nýju á mánudaginn. Enn sem komið er hafa ekki borist upplýsingar um hvað felist í­ miðlunartillögunni. En ansi er ég hræddur um að ekki sé komið að fullu til móts við þær kröfur kennara um laun sem þó var nú þegar búið að lækka. Orðrómur segir …

109897766559289195

Ég hef ekkert getað bloggað frá því­ á þriðjudaginn. Það hefur verið nóg að gera að reyna að leiðrétta misskilninginn sem KÞJ kom af stað. Merkilegt að sá maður hafi aldrei neitt til málanna að leggja annað en upphlaup og sýndarmennsku. Eins og ég sagði á þriðjudaginn komu engar mótaðar tillögur frá honum, kennarar útskýrðu …

109882026550050130

í gærkvöldi fór ég á fund með Kristjáni Þór Júlí­ussyni bæjarstjóra á Akureyri sem boðað var til með ákaflega skömmum fyrirvara. Reyndar boðaði Kristján bara trúnaðarmenn á sinn fund en þeir vildu hafa okkur í­ stjórn BKNE með til halds og trausts. Þessi fundur er nú búinn að vera ákaflega mikið í­ fréttum sem er …

109865567342216184

a) Samfylkingin (einhverjir innan hennar) taka vel í­ hugmyndir um einkarekstur í­ heilbrigðis- og menntakerfinu. Þrátt fyrir að einkarekstur hafi ví­ðast reynst óhagkvæmari en rí­kisrekstur, dregið úr gæðum og aukið mismunun. Einkarekstri fylgir nefnilega mikið apparat af hálfu rí­kisins til að hafa eftirlit með rekstrinum, aukin yfirbygging, aukin þörf fyrir tryggingar o.s.frv. Þar að auki …

109846400187986615

Fer grunnskólinn aftur til rí­kisins? Það mátti skilja af ummælum Þorgerðar Katrí­nar menntamálaráðherra þegar hún gaf sér góðan tí­ma og ræddi af skilningi við kennara sem voru með mótmælastöðu við rannsóknarhús HA þegar hún kom þangað til að vera við opnun hússins. Þorgerður óx í­ áliti hjá mér fyrir framgöngu sí­na, en á meðan Sjávarútvegráðherra …