109922689374334643

Blogg dagsins er tekið af spjallvef KFR á kennarar.is:

„Grunnskólakennarar voru með mjög sambærileg kjör og framhaldsskólakennarar (munaði 1-2 launaflokkum og tveim stundum í­ kennsluskyldu) þar til þeir fóru til sveitarfélaga.
Sí­ðan þá hafa bæði kauptaxtar og önnur kjör grunnskólakennara dregist verulega aftur úr framhaldsskólakennurum. Grunnskólakennarar hafa á þessum tí­ma bætt við sig vinnuauka upp á ca.30 vinnudaga í­ formi fjölgunar kennsludaga, breytinga á starfsdögum í­ kennsludag og aukinnar bundinnar viðveru í­ skóla (varlega áætlað)
Á sama tí­ma og kennarar í­ grunnskólum hafa tekið á sig aukna vinnu á formi ýmissa verkefna hefur einingaverð vinnunnar hrapað í­ verði samanborið við viðmiðunarstéttina framhaldsskólakennara og þetta á að réttlæta með því­ að sveitarfélögin sem tóku á sig framkvæmd lögbundinnar kennslu hafi ekki efni á að borga kennurum í­ grunnskólum þau laun sem þeir eiga skilið.
Hér er um gí­furlegt réttlætismál að ræða. Ef grunnskólakennarar ná ekki að leiðrétta þetta NúNA þá verður það aldrei.
Aldrei hefur hagsæld verið meiri. Aldrei hefur verið meira til af fjármunum. Aldrei hefur verið jafn mikill uppgangstí­mi.

Nú EíA ALDREI !

Það er aumur málstaður að kennarar eigi að sætta sig við að færast neðar í­ goggunarröðinni vegna þess að sveitarfélögin séu fátæk.
Það er aumur málstaður að kennarar beri ábyrgð á því­.
Þetta er spurning um hvar grunnskólakennarar verða í­ launasamanburði á vinnumarkaði. Kjarabarátta tekur aldrei enda en þeir sem gefast upp verða undir.
Framhaldsskólakennarar náðu fram öllum sí­num kjarakröfum og fengu allt fyrir ekkert. Þeir hafa ekkert selt af sí­num vinnutí­mafrí­ðindum. Grunnskólakennarar hafa selt skammarlega mikið fyrir skammarlega lí­tið.
Verðtryggð frí­ðindi (vinnutí­ma) á aldrei að selja fyrir grunnkaupshækkanir. Reynslan af því­ er til þess að læra af henni.

Svarið er einfalt
Nei ég hef sjálfsvirðingu og sætti mig ekki við þau smánarlaun sem miðlunartillagan inniheldur.

Fattarinn

Þetta er eins og talað út úr mí­nu eigin hjarta.