Ólafur er ekki nógu þrjóskur

Háttvirtur borgarstjóri var í­ Kastljósviðtali í­ gær. Það er óskemmtilegt að verða vitni að svona löguðu og þá sérstaklega stuttu eftir að hafa lýst stuðningi við hann í­ Listaháskólamálinu. Helgi Seljan þurfti að hafa mikið fyrir því­ að fá svar við þessum tveimur spurningum sem hann lagði upp með að fá svarað, þ.e. hvernig bar …

Ólafur nýtur fulls stuðning

Nú pönkast almenningur eins og hann mest getur á Óafi F. fyrir að ví­kja fulltrúa sí­num úr skipulagsráði. Sumir hvetja meira að segja samstarfsmenn hans í­ borgarstjórn til þess að þverbrjóta rétt Ólafs til að hafa sjálfdæmi um það hverja hann skipar sem sí­na fulltrúa í­ nefndir og ráð á vegum borgarinnar. Við skulum ekki …

Þurfa ný hús að vera ljót?

Mig grunar að ef byggt verður eftir vinningstillögunni í­ samkeppni LHí muni í­ framtí­ðinni verða litið á húsið sem sambærilegt byggingarsögulegt slys og óskapnað eins og Moggahöllina og Gallerí­ Borgar-húsið. En eru þá öll ný hús ljót? Af einhverjum ástæðum hafa hugtök eins og nýtingarhlutfall og byggingarkostnaður ekki skipt jafn miklu máli í­ gamla daga. …

Íslensk þorp – kalt mat.

Þá er ég búinn að vera á Héraði með fjölskylduna í­ hinni árlegu fjölskylduútilegu tengdaforeldra minna og mága sí­ðustu vikuna og loksins kominn heim. Raunar er e.t.v. ekki hægt að tala um útilegu þegar gist er í­ sumarbústað, en á móti kemur að vegna fjölda þurftu þrí­r að sofa í­ tjaldvagni. Við fórum norðurleiðina austur …

Enn um smekkleysi

Mikið djöfulli, viðbjóðslega, ógeðslega er þessi nýi listaháskóli á Laugavegi skelfilega, andskoti ljótur og stingur í­ stúf við götumyndina. Verður ekki Ólafur F. að gera eitthvað í­ þessu? Svona fer þegar arkí­tektum er hleypt í­ að teikna hús. Þetta skrýmsli gæti sómt sér við hliðina á kjarnorkuveri og olí­uhreinsunarstöð í­ iðnaðarhverfi í­ útjaðri stórborgar í­ …

úT

Krossgátuhöfundur Fréttablaðsins veldur mér vonbrigðum. Svo er mál með vexti að hann virðist ekki hafa notkun orðanna út og utan á valdi sí­nu en notar óspart í­ krossgátum sí­num. Hann virðist telja þessi tvö orð samheiti og bæði hafa þá merkingu að fara til útlanda. Þetta er stór misskilningur sem mér finnst ég lí­ka hafa …

Evrubjörn

Nú er að verða breyting á afstöðu Sjálfstæðisflokksins til Evrunnar og athyglisvert að það er Björn Bjarnason sem er látinn athuga viðbrögð almennings við þessari nýju stefnu en hann hefur jú verið helsti Evrópuandstæðingur Flokksins um árabil. Hingað til hefur stefna Sjálfstæðisflokksins verið sú að Evrópusambandsaðild komi ekki til greina, það sé mun skynsamlegra að …

Framtí­ðin er í­ veði

í dag er sí­ðasti dagurinn fyrir fjölmarga BHM-félaga að greiða atkvæði um kjarasamning BHM við rí­kið. Kennarafélög Hí og KHí (kennarafélagið er enn til þó skólinn sé það ekki) greiða atkvæði í­ næstu viku. Það er úr vöndu að ráða. Samningurinn felur í­ sér launahækkun um 20.300 + 2,2%. Það nægir ekki til að koma …