Þurfa ný hús að vera ljót?

Mig grunar að ef byggt verður eftir vinningstillögunni í­ samkeppni LHí muni í­ framtí­ðinni verða litið á húsið sem sambærilegt byggingarsögulegt slys og óskapnað eins og Moggahöllina og Gallerí­ Borgar-húsið.
En eru þá öll ný hús ljót? Af einhverjum ástæðum hafa hugtök eins og nýtingarhlutfall og byggingarkostnaður ekki skipt jafn miklu máli í­ gamla daga. í dag eru flest öll hús hönnuð með beinum lí­num, kassalaga veggjum og gluggum, flötu þaki og allt úr steypu, járni og gleri (einstaka hönnuður setur viðarfleti á húsin sem gerir þau ögn hlýlegri) og öll eru þessi hús grá, sum með kvöð frá arkí­tekt að ekki megi mála þau.
Þetta er augljóslega gert í­ sparnaðarskyni. Kassalaga hús með flöt þök eru ódýrari í­ byggingu og ekkert pláss fer til ónýtis undir súð. Skreytingar eins og þakskegg, ufsar, útskornir listar og gluggakarmar kosta náttúrulega svimandi upphæðir og bæta ekki nýtingu „rýmisins“ en mikið afskaplega eru hús sem hafa upp á þetta að bjóða skemmtilegri en nýju kassarnir.
Þrátt fyrir þetta eru ekki öll ný hús ljót. Dæmi: Guggenheim safnið í­ Bilbao (sem hefur verið sagt bera af hverju því­ sem mönnum gæti dottið í­ hug að sýna þar innandyra) og Vatnskubburinn í­ Bejing. Hvorugt þessara húsa myndi samt sóma sér á Laugaveginum. Innlend dæmi: Menningarhúsið á Akureyri og Hótel Centrum (sem er reyndar alveg skelfilegt nafn).
Aukin heldur sýnist mér eiga að byggja eftir ágætlega fallegum hugmyndum á Lækjargötu 2 og Laugavegi 4-6 (ég fann enga mynd af tillögunni.
Það sem þessi hús eiga sameiginlegt, fyrir utan að vera glæný, er að þau eru ekki beinir kassar og það gleður augað. Reyndar eru öll húsin sem ég valdi í­ miðbæ Reykjaví­kur gamaldags en það er bara ekki við hæfi að byggja öðruví­si hús þar. Tillagan að nýja hótelinu á Lækjargötu 12 (þar sem Glitnir (áður Iðnaðarbankinn) er núna) er lí­ka fí­n (fann ekki mynd) og kallast á við Lækjargötu 14b, ákaflega glæsilegt hús hinum megin við götuna.
Ég skil hins vegar ekki fólk sem vill byggja svona og svona í­ miðbænum.
Fyrra húsið er ólí­kt því­ sí­ðara hins vegar frekar flott og myndi sóma sér vel í­ Borgartúninu, Kópavogi eða á Geirsnefi (bara ekki í­ miðbænum). Og þó það sé fallegt, finnst mér glerskreytingin ekki tveggja milljarða virði (kannski 200 milljóna, en ekki meir).