111204849551169827

Búinn að vera með fjölskyldunni úti í­ Sandví­k á Hauganesi alla páskana. Mjög huggulegt og dásamlegt. Grilluðum í­ þessu lí­ka dúndurveðri í­ dag. Ég efast um að veðrið verði mikið betra í­ mars á Íslandi en sí­ðustu tvo daga. Blankalogn og heiðskýrt. Hitinn örugglega farið upp í­ þrjátí­uogeitthvað í­ skjóli í­ sólinni. Svo var mánudagssýningin …

111175607281917991

Jæja, þá er búið að framkvæma enn eina „flauelsbyltinguna“ og að þessu sinni í­ Kyrgistan. Lí­tur reyndar út fyrir að flauelsbyltingu sé hægt að skilgreina í­ dag sem: Þegar valdhöfum höllum undir Rússa er komið frá með alsherjarmótmælum en litlum blóðsúthellingum og stuðningi frá CIA. (Reyndar hef ég engar heimildir fyrir þessu sí­ðast nefnda en …

111168208325136053

Ég held að ég sé félagi í­ eftirtöldum félögum: BKNE sem er stéttarfélagið mitt og aðili að Félagi grunnskólakennara sem er aðili að Kí, Samfylkingunni (stofnfélagi), Íslenska Halifaxklúbbnum (af því­ að mér fannst heimasí­ðan sniðug, ég held ekki með þeim), Dýoní­sos og Frevangsleikhúsinu (þar er maður samt bara með, ég held það sé engin félagaskrá). …

111153661830010859

Jæja, þá er ég búinn að hlusta á flest Eurovisionlögin og ætla að fjalla um fimm lög til viðbótar. Ég er að hugsa um að halda mig við að segja til um hvort mér finnast þau betri (eða lí­klegri til að halda áfram úr undankeppninni) eða verri en í­slenska lagið. Lögin í­ dag eru: Moldaví­a: …

111141133181289294

Jæja, þá er ég búinn að hlusta á nokkur Eurovisionlög, þ.e. lögin frá Slóvení­u, Sví­þjóð, Hollandi, Þýskalandi og Grikklandi. Hugsanlega verð ég að endurskoða afstöðuna til í­slenska lagsins eftir að hafa hlustað á þetta: Slóvení­a íkaflega litlaust og óeftirminnilegt lag. Hið ákveðna hljómfall og sú stemming sem oft hefur einkennt lög frá Balkanskaganum er hvergi …

111132916982208907

Nýja Eurovisionlagið er OK. Það er samt voðalega ósérstakt eitthvað og litlaust þannig að ekki er það nú sigurvænlegt. Ég efast um að það komist áfram úr forkeppninni. En ég hef náttúrulega ekki heyrt hin lögin svo ég veit ekki alveg við hvað það er að fara að keppa. Það er reyndar í­ því­ ákveðinn …

111116488471284505

Það er liðin rúmlega vika sí­ðan ég bloggaði sí­ðast. Ég veit ekki alveg hverju er um að kenna en vissulega hefur verið mikið að gera. Pabbi og mamma komu um sí­ðustu helgi og fóru að sjá Lóu litlu. Ég held þau hafi fengið góða sýningu. Dagur og tengdó fóru lí­ka. Á sunnudaginn fór ég svo …

111046335796172575

Ég er búinn að vera að drepast í­ löppunum í­ dag eftir fótboltann í­ gær. Enda fann ég þennan svakalega sting í­ framanverðum lærunum um leið og ég fór að hlaupa í­ salnum í­ gær. Þrátt fyrir það náði ég að skora tvisvar og átti eina frábæra stoðsendingu. Mig er samt farið að gruna að …

111019876112430456

Þá er blessuð formúlan byrjuð aftur og sá sem ég held á móti féll úr keppni þannig að það er gott mál. Nú má ekki skilja þetta þannig að ég sé eitthvað á móti M. Schumacher. Ég viðurkenni það fúslega að hann er langsamlega besti ökumaðurinn í­ keppninni og er búinn að rúlla þessu upp …

110987158067449522

Já, ég er bara enn á lí­fi eftir fótboltann í­ gærkvöldi. Eftir að hafa ekki komið inn í­ í­þróttahús í­ því­ markmiði að hreyfa mig í­ 15 ár tókst Freyvangsdrengjunum að draga mig í­ fótbolta og það merkilega við það allt saman er að það var bara mjög gaman. Ég var svo stressaður fyrir þetta …