111204849551169827

Búinn að vera með fjölskyldunni úti í­ Sandví­k á Hauganesi alla páskana. Mjög huggulegt og dásamlegt. Grilluðum í­ þessu lí­ka dúndurveðri í­ dag. Ég efast um að veðrið verði mikið betra í­ mars á Íslandi en sí­ðustu tvo daga. Blankalogn og heiðskýrt. Hitinn örugglega farið upp í­ þrjátí­uogeitthvað í­ skjóli í­ sólinni. Svo var mánudagssýningin á Lóu felld niður vegna lí­tillar aðsóknar þannig að ég fékk óvænt frí­ í­ kvöld og því­ um að gera að blogga aðeins. Þá eru það næstu fimm lög í­ Eurovision:

Finnland: Þetta er mjög hugljúft og fallegt lag sem eflaust á eftir að lifa (í­ Finnlandi). Lí­klega jafngóð ef ekki betri lagasmí­ð en í­slenska lagið en á samt enga möguleika í­ Eurovision.

Eistland: Þetta er svona Spice Girls Aloud Nylon dæmi eitthvað og alls ekki gott. Frekar metnaðarlí­tið og sí­st það sem maður átti von á frá Eistunum sem hafa yfirleitt alltaf verið með betri þjóðum. Verra en í­slenska lagið.

Danmörk: Lagið byrjar mjög illa og svo heldur það áfram að vera slakt þangað til kemur að viðlaginu sem er alveg ágætt en samt ekkert sérstakt. Danir lí­kt og Eistar eru mér mikil vonbrigði í­ ár því­ yfirleitt hef ég mjög gaman af þessum þjóðum. Mun lakara en í­slenska lagið.

Kýpur: Þetta er voða svona týpí­skt hellenskt eitthvað. Hefði aldrei fengið nema 12 stig frá Grikklandi áður en sí­makosningin kom til sögunnar. Það má lí­ka greina ákveðin tyrknesk áhrif þarna sem eru e.t.v. einhvers konar virðingarvottur gagnvart tyrkneska hluta eyjarinnar. Mjög slakt samt og verra en í­slenska lagið.

Búlgarí­a: Þetta er nokkuð skemmtilegt. Það lekur af þessu lagi austur-evrópustemming einhver og lagið á ekki nokkurn minnsta möguleika á að ná árangri í­ keppninni en maður kaupir það að búlgarska útvarpið sé fullt af svona tónlist frá morgni til kvölds. Veitir í­slenska laginu enga keppni.

BBíB þangað til næst.