Síðasta leiksýningin sem ég fór á í þessu leikhúsmaraþoni mínu var Þjónn í súpunni sem var sýndur á Friðriki V. en ekki í leikhúsi. Leiksýning og þriggja rétta máltíð á 5.900,- Forsendur verksins eru þær að Friðrik er á leiðinni á hausinn með allt sitt og stingur af frá skuldunum og skilur fjölskylduna eftir í …
Monthly Archives: október 2009
Nauðgun = káf á 5 píkum (eða tveimur og hálfri)?
Á dv.is er í dag að finna frétt sem ber yfirskriftina „12 mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn átta ára stúlku“. Þar kemur fram að Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi mann í eins árs fangelsi og til greiðslu 600 þúsund króna í miskabætur fyrir að þukla á kynfærum 8 ára stúlku. Ég ætla ekki að fara að fjalla …
Continue reading „Nauðgun = káf á 5 píkum (eða tveimur og hálfri)?“
Leiksýning 3: Lilja
Svo var það fimmtudaginn 8. október að mér var boðið á generalprufu (aðalæfingu) á Lilju eftir Jón Gunnar Þórðarson í leikstjórn höfundar hjá LA. Það verður að segjast eins og er að þetta er mjög magnað stykki og allt við það mjög fagmannlegt. Leikarar stóðu sig með prýði og ekki síst Jana María Guðmundsdóttir sem …
Leiksýning 2: Við borgum ekki! Við borgum ekki!
Daginn eftir að Memento mori var frumsýnt fór ég svo að sjá Við borgum ekki! Við borgum ekki! hjá Leikfélagi Akureyrar. Reyndar hafði ég ætlað mér á tónleika með Ljótu hálvitunum þetta kvöld, en þar sem konan var búin að vera veik dagana á undan hafði ég ekki farið og keypt miða því ég var …
Continue reading „Leiksýning 2: Við borgum ekki! Við borgum ekki!“
Leiksýning 1: Memento mori
Þetta byrjaði allt sumarið 2005. Þá var haldin leiklistarhátíð áhugaleikfélaga Leikum Núna! á Akureyri (sjá blogg mitt um hana hér). Á þessum tíma var ég að leika í Taktu lagið Lóa hjá Freyvangsleikhúsinu og bauðst ódýr passi á þessa hátíð. Þar sem ég er að eðlisfari mjög nískur maður gerði ég mér far um að …
Leikhúsfíkill
Ég er að fara í leikhús í kvöld. Þessi fullyrðing er hvoru tveggja; ekki alveg rétt og ekkert merkileg nema fyrir það að það er í fjórða sinn á einni og hálfri viku sem ég fer í leikhús. í fyrsta lagi er hún ekki rétt því ég er að fara á leiksýningu á veitingastaðnum Friðriki …
Vantrúarpenni
í dag birtist grein eftir mig á Vantru.is. ég hef sem sagt lofað því að skrifa mánaðarlega grein á vefritið. Gat eiginlega ekki annað, búinn að vera óvirkur meðlimur svo lengi.
Trúarleg meðferð
Ég verð að vísa á þennan pistil hjá Jennýu Önnu. Það er rétt sem hún bendir á að það er undarlegt að hugsa til þess í dag aað enn skuli ríkið beina fólki í meðferð hjá áhugasömum trúarhoppurum og styrkja þá starfsemi í stað þess að reka vísindalega meðferð með menntuðum sérfræðingum. Það er sérstaklega …
Hjörvar segir það sem ég vildi sagt hafa.
Hér. Það ættu allir að lesa bloggið hans reglulega.
Allegóría
Einu sinni var fjölskyldufaðir, eða kannski elsti sonur, gamall frændi eða afi eða e-ð. A.m.k. þá réð þessi einstaklingur öllu sem hann vildi í fjölskyldunni og öllum fannst það bara alveg frábært, sérstaklega gömlu frænkunni og móðurinni, enda fengu þær stundum að ráða e-u líka, en bara ef fjölskylduföðurnum hentaði. Sá eini sem hafði eitthvað …