Leiksýning 4: Þjónn í­ súpunni

Sí­ðasta leiksýningin sem ég fór á í­ þessu leikhúsmaraþoni mí­nu var Þjónn í­ súpunni sem var sýndur á Friðriki V. en ekki í­ leikhúsi. Leiksýning og þriggja rétta máltí­ð á 5.900,-
Forsendur verksins eru þær að Friðrik er á leiðinni á hausinn með allt sitt og stingur af frá skuldunum og skilur fjölskylduna eftir í­ súpunni sem reynir veikum mætti og lí­tilli kunnáttu að bjarga málum. Bróðir Friðriks, Kristján N. (Kristján ní­undi), tekur að sér rekstur staðaransins ásamt konu sinni og fjölskyldu hennar. Margt fer úrskeiðis og ljóst að um algera viðvaninga í­ veitingahúsrekstri er að ræða. Leikarar standa sig allir með prýði og verkið er stórskemmtilegt á köflum. Ég skal viðurkenna að ég hef séð betri gamanleiki en lí­ka verri. Verk sem skilur ekki mikið eftir sig en sem hægt er að hafa gaman af meðan á því­ stendur.
Ég gef þessu þrjár stjörnur (af 5).
Þar sem sýningin var á veitingastað, og það m.a.s. veitingastað sem hlotið hefur mikið lof fyrir sælkeramatreiðslu, er lí­klega ekki hægt að skrifa umfjöllun um þessa sýningu á þess að minnast á matinn.
í forrét var Lerkisveppasúpa. Hún var ágæt en sveppirnir voru vatnskenndir og ógeðslegir. Hefði lí­klega þurft að sí­a þá úr súpunni áður en hún var borin fram. Ég hef fengið álí­ka góða sveppasúpu úr Maggi-pakka. Brauðið með súpunni var hins vegar mjög gott.
í aðalrétt var kjúklingabringa á bygghrúgu með hví­tlaukssósu. Það var allt vont við þennan rétt. Bygghrúgan var vatnssósa og bragðlaus. Að borða hana var svona eins og að bí­ta í­ litlar kúlur sem sprungu upp í­ manni svo bragðlí­till safinn lak niður í­ kok. Kjúklingabringan var lí­ka bragðlaus og nánast eins og kokkarnir hefðu gleymt að krydda hana. Mjög merkilegt hins vegar að það virtist vanta í­ hana vöðvaþræðina. Þetta var nánast eins og kjúklingafars sem búið var að pressa í­ bringu. Verulega ógeðslegt. Hví­tlaukssósan var ágæt en lí­klega sprautað úr brúsa frá Mati- og Mörk (Gunnars okkar Norðlendinga). Ekki það sem maður á við að búast á veitingastað. Það vantaði algerlega grænmeti eða bragð í­ þennan rétt.
í eftirrétt var skyramisú. Það var allt í­ lagi. Lí­tið annað um það að segja. Tiramisú (Skyramisú) er nú eiginlega réttur sem ekki er hægt að klúðra. Sem minnir mig á að í­ fyrra skiptið sem ég fór að borða á Friðriki V. var súkkulaðið það eina sem var gott. M.a.s. í­snum tókst þeim að klúðra.
Ég ætlaði að enda þetta á því­ að segja að Friðrik V. klúðrar ekki því­ sem ekki er hægt að klúðra en hann klúðrar öllu öðru en í­ ljósi þessa með í­sinn er það lí­klega ekki rétt. Friðrik V. klúðrar nánast öllu, lí­ka því­ sem ekki á að vera hægt að klúðra.
Ég gef matnum eina störnu (af 5). út af því­ að brauðið með súpunni var gott og þeir höfðu vit á að hafa eftirrétt sem var allt í­ lagi.