Af hverju Vinstri-grænir ættu ekki að styðja ferðamennsku

í gær, og raunar einhvern tí­man áður, hef ég látið í­ ljós þá skoðun að ferðamennska sem atvinnustarfsemi falli ekki að stefnu Vinsti-græns framboðs og einnig að ég sé ekki hrifinn af henni sjálfur. Samt hef ég gaman af því­ að vera ferðamaður. Þrátt fyrir þessa skoðun mí­na er ég ekki Vinstri-grænn heldur finnst mér …

Haustönn lokið

í gær laust eftir tvö ýtti ég á send takkann í­ tölvupóstinum mí­num og sendi sí­ðasta verkefnið í­ MPA-náminu fyrir jól. Þetta hefur gengið ágætlega hjá mér og þær einkunnir sem ég hef fengið hafa verið á bilinu 8 – 9,5. Ég er búinn að fá allar einkunnirnar mí­nar í­ Almannatengslunum (9, 9,5 og 9) …

Þessi ummæli af Múrnum eru eins og töluð úr mí­nu hjarta: Nú eru vanhugsuð og heimskuleg ummæli presta ekkert nýmæli í­ í­slenskri þjóðmálaumræðu. Annar er það að frétta að ég var að klára seinna verkefni í­ 2. hluta mannauðsstjórnunarinnar, þ.e. þriðja verkefninu í­ þeim áfanga, þó ég þurfi lí­klega að stytta það um eina til …

Slæm útreið karla

Þegar konum gengur illa í­ prófkjörum heyrast gjarnan ramakvein um slæma útreið, að prófkjör henti konum illa, séu hliðhollari körlum o.s.frv. Meira að segja hef ég heyrt minnst á kvenfyrirlitningu í­ þessu samhengi. Flestir flokkar hafa brugðist við þessu með einhvers konar kynjakvótum. Þó að þeir séu oft á því­ formi að tryggja öðru kyninu …

Að gefa fólki rými

Ég les sums staðar að Össur sé að herja á Ingibjörgu Sólrúnu formann Samfylkingarinnar og gefi henni ekki nægt rými. Þetta finnst mér alveg stórmerkilegur málflutningur. Ég verð ekki var við það að þó aðrir þingmenn segi skoðun sí­na eða haldi úti bloggsí­ðum séu þeir ásakaðir um að gefa formanninum ekki nægilegt rými. Þetta virðist …