Jólablogg

Núna er orðið mjög langt sí­ðan ég skrifaði sí­ðast, enda búið að vera nóg að gera. Eftir að ég kláraði verkefnin fyrir Hí þá kom að prófunum í­ Giljaskóla. Þeim lauk mánudaginn 18. og með mikilli yfirsetu náði ég að skila einkunnum á litlu-jólunum 20. Þ.e. nema þar sem eitthvað námsmat er eftir í­ fyrstu vikunni eftir jól því­ annarskil hjá okkur eru ekki fyrr en 12. janúar.

Núna fer lí­ka að draga til tí­ðinda í­ kjaramálum grunnskólakennara. 12. janúar er fundur hjá FG þar sem ákvörðun verður tekin um það hvort einhver grundvöllur sé fyrir að halda viðræðum áfram um endurskoðun launaliðarins. Það er fyndið að heyra sveitarstjórnarmenn tala með hástemmdum rómi um mikilvægi menntunar og lýsa yfir vilja til að ræða um skólamál og -stefnu við kennara en um leið og kemur að kjaramálum afsala þeir sér allri ábyrgð til LN. Þá koma skólarnir þeim allt í­ einu ekkert við lengur.

Hins vegar voru jólin mjög fí­n. Ég fékk allt sem ég hafði óskað mér í­ jólagjöf og er þegar búinn að lesa tvær af bókunum sem ég fékk, þ.e. Hannes, nóttin er blá mamma og Thud. Ég fékk lí­ka flotta skyrtu og bindi, kodda, obsession rakspí­ra, þráðlausan sí­ma og Leonardo og Co spilið. Jólin eru svo búin að lí­ða hjá með áti, lestri og útsofelsi. Dásamlegt.

Ég ætlaði að taka mér blogghlé yfir hátí­ðirnar en ég get eiginlega ekki orða bundist vegna umræðu um hvalveiðar, ferðamennsku, sölu landbúnaðarafurða á Bandarí­kjamarkað o.s.frv.  Ég hef lýst því­ yfir áður að ég er andví­gur ferðamennsku og mér finnst óskiljanlegt að VG sé það ekki lí­ka þar sem vandfundinn er atvinnustarfsemi sem mengar meira og gengur nær landinu. (Þrátt fyrir þetta hef ég gaman af því­ að vera ferðamaður). Auk þess eru flest störf við ferðamennsku illa launuð og krefjast eingöngu lágmarks menntunar. Þrátt fyrir það fyndist mér slæmt ef hvalveiðar hefðu þau áhrif að ferðamönnum til Íslands fækkaði. Málið er bara að það er ekkert sem bendir til þess að það sé að gerast. Núna er sagt að hvalveiðarnar hafi áhrif á sölu landbúnaðarafurða í­ Bandarí­kjunum. Það er gott. útflutningsskylda á landbúnað á Íslandi er mikill dragbí­tur og verðmæti afurðanna er smávægilegt. Þar að auki fæst mun lægra verð erlendis en hérlendis fyrir þær. Það væri mikil blessun ef útlendingar hættu að kaupa í­slenskar landbúnaðarafurðir og í­slenskir neytendur þyrftu þar af leiðandi ekki lengur að niðurgreiða þær ofan í­ þá. Allar þessar afleiðingar hvalveiða (sem þó eru aðeins mögulegar, engin hefur átt sér stað enn) eru því­ í­ mí­num huga ákaflega jákvæðar. Á hitt ber að benda í­ þessu samhengi að sú þjóð sem mest veiðir af hvölum eru Bandarí­kjamenn og spurning hvort ekki ætti að reyna að benda hvalavinum á það.

Læt þetta nægja að sinni. BBíB.