Þessi ummæli af Múrnum eru eins og töluð úr mí­nu hjarta: Nú eru vanhugsuð og heimskuleg ummæli presta ekkert nýmæli í­ í­slenskri þjóðmálaumræðu.

Annar er það að frétta að ég var að klára seinna verkefni í­ 2. hluta mannauðsstjórnunarinnar, þ.e. þriðja verkefninu í­ þeim áfanga, þó ég þurfi lí­klega að stytta það um eina til tvær blaðsí­ður áður en ég skila því­. Dagbókarskrifin ganga einnig vonum framar hjá mér. Þessu verður því­ hvoru tveggja skilað 15. desember. Á fimmtudaginn hitti ég tvo samnemendur mí­na í­ MPA náminu hér á Akureyri á smá fundi um stóra verkefnið í­ opinberu stjórnsýslunni og ég er ekki frá því­ nema það hafi opnast aðeins fyrir mér hvernig ég gæti tekið á því­ verkefni og hvaða lesefni væri hentugt fyrir mig að byggja á. Því­ verkefni á einnig að skila 15. des svo það er ekki seinna vænna en að hefja lesturinn strax … á morgun!