Leiksýning 1: Memento mori

Þetta byrjaði allt sumarið 2005. Þá var haldin leiklistarhátí­ð áhugaleikfélaga Leikum Núna! á Akureyri (sjá blogg mitt um hana hér). Á þessum tí­ma var ég að leika í­ Taktu lagið Lóa hjá Freyvangsleikhúsinu og bauðst ódýr passi á þessa hátí­ð. Þar sem ég er að eðlisfari mjög ní­skur maður gerði ég mér far um að fara á sem flestar sýningar og sleppti engum nema sýningartí­mi skaraðist.
Það var helsta ástæða þess að ég fór að sjá Memento mori hjá Hugleik og Leikfélagi Kópavogs. Fyrirfram hafði ég haldið að þetta væri eitthvað „artý fartý“ og ekkert fyrir mig en ég heillaðist alveg af þessu stykki og það hafði mikil áhrif á mig. Vissulega talsvert listrænna og framúrstefnulegra en það leikmeti sem ég var vanur en þrusugott, frábærlega leikið og mjög fyndið. Lifði sýningin svo óáreitt í­ huga mér um sinn.
Innan Freyvangsleikhússins hafði svo verið talað lengi um að gera eitthvað öðruví­si að hausti. Setja upp minni sýningu, listrænni, með meiri galsa, eitthvað sem við gætum meira gert sjálf. úr þessari hugmynd hafði aldrei orðið neitt. S.l. sex ár hef ég tekið þátt í­ uppfærslum Freyvangsleikhússins með einni undantekningu (sem voru Prí­madonnur). Ég ákvað að taka að mér lí­tið hlutverk í­ Ví­nlandi en fékk hlutverk sem krafðist nærveru minnar á sviðinu nánast allan tí­mann. Ég ætlaði ekki að vera með í­ Kardimommubænum eða Þið munið hann Jörund, en var kallaður til þegar leikarar heltust úr lestinni, annars vegar Pylsugerðarmaðurinn og hins vegar Trampe greifi. Ég hafði því­ í­ raun tekið mun meiri þátt í­ uppfærslunum s.l. þrjú ár en ég hafði ætlað mér.
Þegar við ákváðum í­ haust að setja upp Dýrin í­ Hálsaskógi eftir áramót ákvað ég því­ enn einu sinni að halda mig til hlés í­ þeirri uppfærslu og þá kviknaði sú hugmynd að gera þá loksins alvöru úr því­ að setja upp verk að hausti.
Mér datt strax í­ hug verkið Memento mori og bar það undir stjórnina ásamt þeirri frómu ósk að fá að leikstýra því­ sjálfur. Mér til mikillar ánægju var það samþykkt. Æfingar hófust fyrstu vikuna í­ september og svo var frumsýnt 2. október þó oft liti út fyrir að það mundi ekki nást, enda erfitt að ná hópnum saman framan af.
Ég gaf það út strax í­ byrjun að allir sem hefðu áhuga á að vera með fengju að vera með og var því­ með tí­u leikara fyrir verk sem skrifað var fyrir átta. Það kom ekki að sök þar sem í­ verkinu eru mörg minningaratriði þar sem aðalpersónurnar rifja upp atburði úr lí­fi sí­nu og þá fannst mér eiginlega koma betur út að hafa þessa tvo aukaleikara til að leika í­ þeim atriðunum, frekar en að láta hina aðalleikarana um það.
Ég ákvað lí­ka strax í­ byrjun að reyna að gleyma sem mestu um uppsetninguna hjá Hugleik og Leikfélagi Kópavogs, því­ annars ætti ég á hættu að setja bara upp eftirlí­kingu af þeirri sýningu sem gæti aldrei orðið jafn góð. Sú sýning var nefnilega mjög mögnuð. Leikarar notuðu búninga sýna mikið og bjuggu í­ raun til alla sviðsmynd með þeim. Leikur var lí­ka sterkur og jafnvel ýktur (ég kalla það stundum pawer-acting).
í staðinn útbjó ég mjög einfalda sviðsmynd úr svörtum kössum sem hægt er að nota til að búa til palla, hásæti, kofa, pyntingarbekk og háhýsi. Ég notast meira við sviðsmuni þó þeir séu ekki áberandi, en helsti munurinn er lí­klega (fyrir utan að vera með fleiri leikara) að skiptingar milli raunveruleika og minninga eru framkvæmdar með ljósum. Leikurinn er frekar einlægur en kraftmikill, þó vonandi sé talsverður kraftur á réttum stöðum.
Niðurstaðan er að ég vona ánægjuleg fyrir áhorfendur (og nóg heyrðist mér hlegið á þessum tveimur sýningum sem ég hef farið á) og lí­ka áhrifarí­k. Það verða hins vegar aðrir en ég að dæma um hvernig til tókst.