Leiksýning 3: Lilja

Svo var það fimmtudaginn 8. október að mér var boðið á generalprufu (aðalæfingu) á Lilju eftir Jón Gunnar Þórðarson í­ leikstjórn höfundar hjá LA.
Það verður að segjast eins og er að þetta er mjög magnað stykki og allt við það mjög fagmannlegt. Leikarar stóðu sig með prýði og ekki sí­st Jana Marí­a Guðmundsdóttir sem leikur Lilju sjálfa. Sumir leikaranna fara með mörg hlutverk og ferst það vel úr hendi. Það er einna helst að óþægilegt sé að Þráinn Karlssön leikur tvö mjög viðamikil hlutverk, annað fyrir hlé og hitt eftir hlé, og þó hann geri báðum mjög góð skil finnst mér ekki sniðugt að láta sama leikara leika tvö svo stór hlutverk.
Lýsing og sviðsmynd eru hreint frábær og ótrúlegt hvað leikmyndahönnuðum (Dýri Bjarnar Hreiðarsson, Bjarki írnason og Sunna Björk Hreiðarsdóttir) tekst að gera þetta litla pláss í­ Rýminu hjá LA stórt. Leikmyndin er á tveimur hæðum og hræddastur var ég um að leikarar myndu hrynja á milli hæða á stundum.
Leikritið sjálft er mjög átakanlegt og byggir á mynd Lukas Moodysson Lilja 4-ever. Það er ekkert verið að fara út af söguþræði myndarinnar og það má segja að þarna sé mestu mannvonsku heimsins demt framan í­ áhorfendur án þess að draga neitt undan. í raun er sýningin tilfinningaklám af verstu sort.
Samt ákaflega vel unnið verk, áhrifarí­kt og skilur áhorfendur eftir í­ nettu sjokki. Ég gef alveg 4 stjörnur (af 5).