110987158067449522

Já, ég er bara enn á lí­fi eftir fótboltann í­ gærkvöldi. Eftir að hafa ekki komið inn í­ í­þróttahús í­ því­ markmiði að hreyfa mig í­ 15 ár tókst Freyvangsdrengjunum að draga mig í­ fótbolta og það merkilega við það allt saman er að það var bara mjög gaman. Ég var svo stressaður fyrir þetta að ég var með meiri kví­ða en fyrir frumsýninguna á „Taktu lagið Lóa“. Ég skoraði meira að segja nokkur mörk, þar af eitt alveg sérstaklega glæsilega með bumbunni. Eftir talsverðan tí­ma fann ég þó að ég var nær dauða en lí­fi af mæði, hröðum hjartslætti, miklu svitakófi og sting undir bringunni og fór til að fá mér vatn að drekka og var varla nema rétt kominn inn í­ búningsklefa þegar hinir birtust en þá var klukkutí­minn okkar búinn. Ég hélt sem sagt út að spila fótbolta í­ klukkutí­ma, skoraði nokkur mörk og fannst æðislega gaman!
í dag var mér svo sagt að það væri kominn leikdómur um Lóu í­ Morgunblaðinu svo ég fór og keypti það. Merkileg forsí­ðufrétt um svissneska konu sem sér liti og finnur bragð þegar hún hlustar á tónlist. Það er nú eitthvað að hjá blaði þegar svona lagað er orðið að forsí­ðufréttum. Annars er það prinsippmál hjá mér að kaupa ekki Morgunblaðið en leikdóminn varð ég að eiga. Hann er bara nokkuð góður. Að ví­su telur gagnrýnandinn að þetta sé ekki besta verk Jim Cartwright og að þetta form henti honum ekki, en við leikararnir fáum ágætis ummæli. Ég fæ eina setningu: Það var einna helst Daní­el Freyr Jónsson sem náði að verða litrí­kur sem kærastinn útsmogni
Nokkuð gott það og lokaorðin góð: Taktu lagið Lóa er vel unnin sýning, vandvirknislega sviðsett af augljósum metnaði og kunnáttu allra aðstandenda. Frammistaða aðalleikkvennanna er afbragð og það sem upp á vantar til að hún heppnist fullkomlega skrifast á leikritið og óþarflega daufgerða persónulögn á köflum. Engu að sí­ður ættu áhugamenn um skrautlegt mannlí­f, sterkan leik og framúrskarandi söng að bruna í­ Freyvang á næstu vikum.