111168208325136053

Ég held að ég sé félagi í­ eftirtöldum félögum: BKNE sem er stéttarfélagið mitt og aðili að Félagi grunnskólakennara sem er aðili að Kí, Samfylkingunni (stofnfélagi), Íslenska Halifaxklúbbnum (af því­ að mér fannst heimasí­ðan sniðug, ég held ekki með þeim), Dýoní­sos og Frevangsleikhúsinu (þar er maður samt bara með, ég held það sé engin félagaskrá). Svo man ég ekki til að Te- og skeggvinafélagið Grettir og Glámur eða Heimspekifélagið Marat hafi nokkurn tí­man verið lögð niður svo lí­klega er ég enn félagi í­ þeim.
Annars ætla ég að fjalla um fimm Eurovisionlög til viðbótar í­ dag en þau eru:

Lettland: Rólegt og fallegt lag sem á alveg skilið að ná langt en gerir það lí­klega ekki. Maður hefur heyrt hundrað svona lagasmí­ðar. Minnir samt svolí­tið á Rollo og King hérna um árið. Lakara en í­slenska lagið.

ísrael: Alveg hreint ömurlegt. Það ætti að sjónvarpa þessu um gervallan arabaheiminn til að sýna ísrael í­ neikvæðu ljósi. Samt einhverjir Eurovisiontaktar þarna. Mikið verra en í­slenska lagið.

írland: En koma írarnir á óvart. Núna fyrir það hvað þeir eru lélegir. Lagið er samt voðalega lí­tið nema stutt viðlag sem er grí­pandi þrátt fyrir að vera frekar ómerkilegt. Að því­ leiti minnir lagið svolí­tið á Love shine a light nema hvað það er mikið lélegra. Mun lélegra en í­slenska lagið.

Ungverjaland: Þegar ég var lí­till og heyrði fyrst minnst á Ungverjaland þá hélt ég að það væri einhver skemmtigarður í­ Evrópu. Mér fannst nafnið hljóma þannig. (Kannski haldi enskumælandi þjóðir að þetta sé Hungurland?) Lagið er hins vegar mjög gott. Skemmtileg evrópsk stemming í­ því­ með tyrkneskum áhrifum. Þetta á örugglega eftir að ná langt. Svipað og í­slenska lagið.

Frakkland: Frakkar hafa nú ekki riðið feitum hesti frá þessari keppni undanfarin ár og gera það lí­klega ekki heldur í­ ár. Lagið er samt mjög gott en það virðist bara ekki nægja Frökkunum. Það er lí­ka full vesturevrópskt og á lí­klega ekki eftir að falla öllum austurevrópsku þjóðunum í­ geð. Létt og skemmtilegt Eurovision í­ gangi hérna samt. Þessu lagi á eftir að ganga verr en því­ í­slenska þó mér finnist það svona álí­ka gott.

Læt þetta nægja í­ bili. Ef þið munið eftir að vera í­ einhverju félagi með mér sem ég gleymdi að telja upp þá megið þið alveg láta mig vita.