111153661830010859

Jæja, þá er ég búinn að hlusta á flest Eurovisionlögin og ætla að fjalla um fimm lög til viðbótar. Ég er að hugsa um að halda mig við að segja til um hvort mér finnast þau betri (eða lí­klegri til að halda áfram úr undankeppninni) eða verri en í­slenska lagið. Lögin í­ dag eru:

Moldaví­a: Þetta er rosalega skrýtið lag. Það er ákveðin reggí­-stemming í­ þessu en samt með mjög undarlegum austur-evrópskum blæ. Það sí­ðasta sem manni dettur í­ hug þegar maður hlustar á þetta er Moldaví­a. Samt ágætt lag. Svona svipað og í­slenska lagið

Malta: Þetta er voðalega svona týpí­skt Erovisionlag. Mjög flott samt og vel útfært. Þetta gæti alveg gengið vel. Flytjendurnir frá Möltu eiga það þó til að fara í­ kerfi á sviðinu og standa sig verr en í­ ví­deóunum. Lí­klega vanari að syngja fyrir nokkur hundruð manns í­ litlum félagsheimilum en hundruð milljóna. Mér finnst það lí­klegra en í­slenska lagið til að ganga vel

Makedóní­a: Hér er alveg ekta Balkan á ferð. Þess vegna býst ég við að það fái fullt af stigum þó það sé ekki að gera neitt fyrir mig. Voðalega óeftirminnilegt eitthvað. Gengur lí­klega betur en í­slenska laginu en mér finnst það samt lakara

Litháen: Þetta er fí­nt lag en ég efast samt um að því­ gangi vel. Það er allt of rólegt og tilþrifalí­tið en falleg melódí­a og huggulegt. Mér finnst það betra en í­slenska lagið en lí­klega mun því­ ganga verr.

Lí­banon: Ég veit að Lí­banon hefur dregið sig úr keppninni en ég ætla samt að fjalla um lagið þeirra. Það hafði ví­st eitthvað með það að gera að þeir gátu ekki sjónvarpað í­sraelska laginu því­ það er bannað í­ Lí­banon að sýna ísrael í­ jákvæðu ljósi. Eftir að hafa hlustað á í­sraelska lagið sýnist mér samt að það hefði ekki þurft að vera neitt vandamál. Lí­banska lagið er mjög huggulegt, sungið á frönsku sem mér finnst alltaf voða sætt og „Eurovision“ eitthvað. Ég held að lag á frönsku hafi ekki unnið sí­ðan Ne partez pas pour moi um árið. Þið leiðréttið mig ef það er rangt. Lagið er samt frekar dauft. Lakara en í­slenska lagið

Ég læt þetta þá nægja í­ bili en ef þið viljið hlusta sjálf getið þið prófað
hér eða hér. BBíB