111046335796172575

Ég er búinn að vera að drepast í­ löppunum í­ dag eftir fótboltann í­ gær. Enda fann ég þennan svakalega sting í­ framanverðum lærunum um leið og ég fór að hlaupa í­ salnum í­ gær. Þrátt fyrir það náði ég að skora tvisvar og átti eina frábæra stoðsendingu. Mig er samt farið að gruna að ég sé sá slakasti í­ hópnum. Það góða er að öllum virðist vera sama sem er svolí­tið annað en í­ leikfiminni í­ gamla daga.
Núna er varla hægt að kveikja á fréttum án þess að verið sé að fjalla um nýja fréttastjórann hjá útvarpinu. Er það bara ég eða eru fjölmiðlar á Íslandi með svolí­tið skekkt fréttamat þegar kemur að þeim sjálfum? Nú er ég ekki að segja að þetta sé ekki stórfrétt og undarlega að þessari ráðningu staðið. Það eru bara svo margar svona ráðningar upp á sí­ðkastið, s.s. tveir sí­ðustu Hæstaréttardómarar, þegar Júlí­us Hafstein var ráðinn sem semdiherra o.s.frv. Um þær ráðningar var vissulega fjallað en hvorki jafn mikið né á sömu nótum og um þessa.
Það sama á við um undarlega lagasetningu. Nú átti að setja lög um fjölmiðla sem vissulega voru fáránleg og tókst að hrinda með miklu fjölmiðlafári. Skömmu sí­ðar voru hins vegar sett enn fáránlegri lög á verkfall kennara og þá skrifaði Forsetinn umhugsunarlaust undir og fjölmiðlar fjölluðu varla um málið nema til þess að sparka í­ kennara sem í­ örvinglan gripu til þess eina ráðs sem þeir áttu til að mótmæla lögunum að neita að fara eftir þeim í­ einn til tvo daga.
Mér sýnist fréttaumfjöllun hérlendis lí­ka vera farin að snúast allt of mikið um hvað málin þýði fyrir ákveðna einstaklinga heldur en hvað felist í­ aðalefninu sjálfu. Dæmi: Hvernig kom Halldór ísgrí­msson út úr lagasetningunni á kennara, sterkari eða veikari, ekki hvað fólst í­ lögunum og hvaða áhrif mun hún hafa á kjör kennara, kjarabaráttu og almennt mannréttindaöryggi á Íslandi. Hið sí­ðara finnst mér samt mun stærra mál. Annað dæmi: Núna á að breyta lögum um RúV og til að koma því­ í­ gegnum Framsóknarflokkinn fá þeir sinn mann í­ fréttastjórastöðuna, mikil umræða um þessa pólití­sku ráðningu, engin um hvað felist í­ þessum nýju útvarpslögum og hvaða áhrif þau muni hafa í­ framtí­ðinni.
BBíB