Evrubjörn

Nú er að verða breyting á afstöðu Sjálfstæðisflokksins til Evrunnar og athyglisvert að það er Björn Bjarnason sem er látinn athuga viðbrögð almennings við þessari nýju stefnu en hann hefur jú verið helsti Evrópuandstæðingur Flokksins um árabil.
Hingað til hefur stefna Sjálfstæðisflokksins verið sú að Evrópusambandsaðild komi ekki til greina, það sé mun skynsamlegra að taka upp bandarí­skan dollar eða norræna krónu eða svissneska franka eða simbabveskan dollar eða bara hvað sem er annað en Evru þrátt fyrir að hagfræðingar hafi reiknað kostnaðinn við að halda úti í­slensku krónunni á hálfa milljón á hvert heimili á Íslandi á ári.
Og hver er svo þessi nýja stefna? Jú, það er gamla stefna Framsóknarflokksins sem engin þar innanbúðar styður lengur nema Valgerður Sverrisdóttir sem fyrst vakti máls á henni þegar hún var iðnaðar- eða utanrí­kisráðherra og uppskar ekki annað en háðsglósur samstarfsflokksins í­ rí­kisstjórn þá (sem og fordæmingu Guðnaarmsins), þ.e. að taka upp Evru án þess að ganga í­ Evrópusambandið. Reyndar vill Björn samninga við ESB um að hægt væri að taka upp Evruna á grundvelli EES-samningsins. Það er örugglega betra en að halda í­ krónuna en ég efast umm að það sé hægt. Yfirlýsing um að Ísland ætli að sækja um aðild að ESB er það sem þarf núna. Við megum heldur ekki gleyma því­ að hingað til hafa Sjálfstæðismenn ásakað alla sem minnast á Evru um að tala krónuna niður og stuðla þannig að núverandi efnahagsvanda, hann komi s.s. óábyrgum fjármálafyrirtækjum, hruni á alþjóðamörkuðum, fasteignafyllerí­i, Kárahnjúkavandanum, ofþenslu og offjárfestingu ekkert við heldur sé bara afleiðing galgopalegrar orðræðu samræðustjórnmálamanna.
En fyrst Björn er farinn að tala um Evruna þá hlýtur það að vera orðið í­ lagi.