úT

Krossgátuhöfundur Fréttablaðsins veldur mér vonbrigðum. Svo er mál með vexti að hann virðist ekki hafa notkun orðanna út og utan á valdi sí­nu en notar óspart í­ krossgátum sí­num. Hann virðist telja þessi tvö orð samheiti og bæði hafa þá merkingu að fara til útlanda. Þetta er stór misskilningur sem mér finnst ég lí­ka hafa rekist á annars staðar. Hið rétta er að þetta eru andheiti, utan er þannig samheiti við inn og út samheiti við innan. Að koma að utan þýðir þannig að hafa verið úti en vera að fara inn og ef þú tekur e-ð innan úr e-u þá ertu að taka það út.
Landnámsmenn fóru út til Íslands, þ.e.a.s. út frá Evrópu. Maður fer því­ utan þegar maður fer til útlanda en fari maður út er maður væntanlega staddur, t.d., á flugvellinum á Torremolinos og er á leiðinni heim. Þetta er orðnotkun sem á sér margra alda sögu í­ í­slensku og væri leiðinlegt að tapa niður.