109872352776819151

Það er fótbolti í­ sjónvarpinu og ég get ekki annað en samglaðst með Eiði Smára að hafa náð að skora þrennu. Mikið væri nú gaman að hafa gaman af þessu. Þá gæti maður gengið að afþreyingu allar helgar, virka daga og hangið á netinu að lesa og skoða þessa boltaleiki.
í staðinn reynir maður að fylgjast með fréttum og pólití­k og kemst yfirleitt yfir að ná því­ sem gerist á degi hverjum á svona u.þ.b. tí­u mí­nútum.

í dag var t.d. fundurinn með Halldóri og launanefndinni, Halldóri og kennarasambandinu og svo öllum að óvörum með Halldóri og Rí­kissáttasemjara. Eftir þann fund kallaði sátti á menn aftur til fundar á morgunn og enginn veit um hvað þar sem allir þvertaka fyrir að setja lög, launanefndin vill ekki gerðardóm og enn er svo langt á milli manna að það er útséð með að það verði eitthvað samið í­ bráð. Það verður fróðlegt að heyra á morgun hvað gerist.

í Fréttablaðinu um helgina var viðtal við kennslukonu sem hefur gripið til þess ráðs að fá sé ákaflega vel borgaða aukavinnu með starfinu til að láta enda ná saman. Ég held það sé ekki mikil eftirspurn eftir körlum í­ þá starfstétt þannig að lí­klega get ég ekki fengið mér sömu aukavinnu.
Annars vöknuðum við eldsnemma í­ morgun nokkrir kennarar og fórum í­ verkfallsvörslu í­ skóla nálægt Akureyri en það kom nú eiginlega í­ ljós að það var ekki um nein raunveruleg verkfallsbrot að ræða bara kjánaskap. Raunalegt samt hvað stéttarvitund virðist vera fjarlæg sumum mönnum.

Ef mér væru boðnar 1.000.000 krónur fyrir að spí­gspora alvopnaður í­ Afganistan eða írak myndi ég segja nei. Það er nefnilega enginn leikur að taka þátt í­ því­ að sprengja lönd í­ tætlur, myrða karla, konur og börn og fara svo í­ hermannabúningi með byssu á staðinn og þykjast vera friðargæsluliði. Auðvitað eiga í­slenskir hjálparstarfsmenn að starfa á borgaralegum forsendum utan átakasvæða og vonandi verða þessir menn þarna í­ Afganistan kallaðir heim hið fyrsta og sagt að skila hermannabúningnum.

Það veitir manni aðra innsýn ef maður reynir að setja sig í­ spor heimamanna. ímyndum okkur að arabaþjóðirnar hefðu sprengt Ísland í­ loft upp og valdið gí­furlegum mannskaða, sent sí­ðan her hingað til að koma vopnuðum strí­ðsherrum til valda. Sí­ðan myndu Sameinuðu Þjóðirnar senda hingað „friðargæsluliða“ sem væru lí­ka arabí­skir hermenn. Myndum við gera einhvern greinarmun á hermönnum eftir því­ hvaða fáni væri á ermunum á búningunum þeirra?