109865567342216184

a) Samfylkingin (einhverjir innan hennar) taka vel í­ hugmyndir um einkarekstur í­ heilbrigðis- og menntakerfinu. Þrátt fyrir að einkarekstur hafi ví­ðast reynst óhagkvæmari en rí­kisrekstur, dregið úr gæðum og aukið mismunun. Einkarekstri fylgir nefnilega mikið apparat af hálfu rí­kisins til að hafa eftirlit með rekstrinum, aukin yfirbygging, aukin þörf fyrir tryggingar o.s.frv. Þar að auki hafa óeðlileg eignatengsl óæskileg áhrif á reksturinn. Þannig er t.d. ákaflega varhugavert ef lyfjafyrirtæki eiga í­ heilbrigðisstofnunum. Þessar hugmyndir verður því­ að kæfa strax og benda mönnum á villur sí­ns vegar.

b) Undarlegasta fólk út um allan bæ segir það óumdeilt að gæði skólanna hafi aukist umtalsvert sí­ðan þeir voru færðir yfir til sveitarfélaganna. Má t.d. nefna Stefán Jón Hafstein og Björgvin G. Sigurðsson. Annar þeirra er formaður fræðsluráðs Reykjaví­kur og því­ varla hlutlaus. Hinn veit ég ekki til að hafi nokkuð komið nálægt menntamálum eða grunnskólum og hafi því­ vit á því­ um hvað hann er að ræða.
Vissulega er það rétt að ef gæði skólanna eru metin í­ fjölda skólanámskráa, einstaklingsnámskráa, stefnumótunarfunda, markmiðssetningum, innra mati, sjálfsmati, stöðumati, fjölda deildarfunda og samráðsfunda, funda með þjónustuaðilum, lengd kennarafunda, aukinni skráningu og eftirliti með skólastarfi. Jú, þá hafa gæðin aukist. Ef hins vegar er litið til árangurs nemenda eða kennslunnar þá efast ég um að það sjáist mikill munur, nema kannski til hins verra þar sem kennarar fá mun skemmri tí­ma núna til undirbúnings og má því­ ætla að fjölbreytileiki verkefna og kennsluaðferða hafi liðið fyrir allar þessar fundarsetur og pappí­rsvinnu.

c) Starfsgreinasambandið, ASí og SíS tala öll fjálglega um að samningar við grunnskólakennara muni kollvarpa efnahagsástandinu vegna ví­xlhækkana sem munu verða fái kennarar launahækkun. Ekki man ég til að svona ví­xlhækkun hafi orðið þegar framhaldsskólakennarar sömdu um launahækkanir í­ kjölfar átta vikna verkfalls um árið.
Samkvæmt launakönnun VR hafa háskólamenntaðir félagsmenn þess félags um 32% hærri heildarlaun en aðrir félagsmenn en þeirra meðalheildarlaun eru 273 þúsund á mánuði. Háskólamenntaðir fá því­ lí­klega um 360 þúsund. Á heimasí­ðu Félags framhaldsskólakennara kemur fram að meðalheildarlaun þeirra voru 317.904 í­ desember 2003 (þar eru ekki nýrri tölur), félagsmenn BHM fengu samkvæmt sömu heimild 318.025 krónur á sama tí­ma.
Meðalheildarlaun kennara eru 250 þúsund á landinu öllu að meðtöldum skólastjórum. Þau hafa ekki hækkað frá 1. janúar á þessu ári. Mí­n heildarlaun eru 203.286. Ég mun ekki samþykkja kjarasamning sem færir mér neitt minna en svipað menntað fólk hefur hjá öðrum vinnuveitendum. Ég hef sex ára háskólamenntun. Miðlunartilboð sáttasemjara hefði hækkað mí­n laun upp í­ 234.795 krónur í­ lok árs 2007. Það er u.þ.b. 100.000 krónum of lí­tið!