114323710284041626

Hvað þekkir maður nemendur sí­na vel? Ég hélt að ég þekkti mí­na nokkuð vel (geri mér grein fyrir að þau eru ekki öll algerir englar) en undanfarið hefur verið einhver undarleg umræða í­ gangi varðandi undirheima Akureyrar o.s.frv. Ég ákvað því­ að fara á netflakk í­ kvöld og reyna að hafa upp á þessum nemendum og athuga hvað þeir eru að pæla. Ég fann meira að segja nokkra og vitið þið bara hvað? Þau eru nokkurn veginn eins og ég bjóst við. Voðalega mikið um pælingar um hver sé með hverjum, hvað þeir eru að gera, fótbolta og handbolta, gelgjuhúmor (á stundum nokkuð skondinn) o.s.frv. Hjá einum var meira að segja ljóðahorn með frumsömdum ljóðum og hjá öðrum bara nokkuð heimspekilegar vangaveltur um tí­skuna o.s.frv. Þetta eru sem sagt allt alveg dásamlegir krakkar þó svo þau eigi sí­nar veiku hliðar eins og allir. Ég ætla að linka á tvo þeirra en þið megið alls ekki fara að kommenta hjá þeim eða eitthvað. Djí­í­í­s – men þa’r gegt hallærislegt eikkað! (Stafsetningin hjá þeim er meira að segja yfirleitt í­ ágætu lagi). 🙂