114332074628991035

Tvær formúla 1 keppnir búnar og ég er ekki búinn að blogga neitt um formúluna! Fyrstu tvær keppnirnar lofa góðu en þó lí­tur út fyrir að Renault hafi nokkra yfirburði svona í­ upphafi móts. Ég vona bara að hin liðin nái þeim svo þetta verði ekki of einhæft. McLaren virðist samkeppnishæft ef Raikkonen nær sér á strik Montya hefur gengið ágætlega. Ferrari virðast vera búnir að ná sér eftir hörmulegt ár í­ fyrra og BAR-Honda gæti lí­ka blanndað sér í­ þetta. Lí­klega samt frekar baráttuna um annað sætið en það fyrsta. Ég hef litla trú á Williams-BMW þó þeim hafi gengið þokkalega svona framan af. Nú er bara að vona að Massa og Raikkonen fari að sýna hvað þeir geta svo við fáum almennilegan slag um fyrsta sætið.