114120070326679350

Ég er veikur og er búinn að vera það sí­ðan á föstudaginn. Það byrjaði svo sem ekki alvarlega, smá verkur í­ hægra auga sem svo fór að leka úr daginn eftir. Svona var ég á sýningum á Kardimommubænum á laugar- og sunnudag. Sýnu verri á sunnudaginn þó. Þegar ég vaknaði á mánadaginn var augað hins vegar samanlí­mt og ógeðslegt og hálssærindi farin að gera vart við sig. Ég pantaði tí­ma hjá lækni sem á fimm mí­nútum úrskurðaði mig með slí­mhimnubólgu, gaf mér resept á einhverja augndropa en sagði að það væri ekkert að mér í­ hálsinum. Nú er ég búinn að nota þessa augndropa í­ tvo daga og finn engan mun á mér. Það lekur og lekur úr auganu sem er rautt og bólgið. Hálssærindin hafa að ví­su rénað svo lí­klega var það rétt hjá læknis**** að ekkert væri að mér þar.
Lí­tið að frétta úr pólití­kinni. Maður skyldi ætla að menn hefðu varla neitt að ræða á Alþingi. Gengisfall krónunnar eykur aflaverðmæti um milljónir á heimstí­minu og samt neita menn því­ að til sé eitthvað sem heitir Kárahnjúkavandi á landinu bláa.
Læt þetta nægja í­ bili.