114044022030380675

Þá er undankeppni Eurovision búin og að sjálfssögðu vann Silví­a Nótt. Ég var nú búinn að halda því­ fram að þessi undankeppni væri hálf tilgangslaus þar sem útséð væri um sigurvegarann. Hins vegar vann lagið með Regí­nu á við hlustun. Á móti kemur að það hefur sýnt sig að það borgar sig ekki að senda lög sem vinna á við hlustun. Til hamingju Ísland virkar strax í­ fyrsta sinn sem maður heyrir það og það er það sem þarf. Ég á von á því­ að því­ gangi því­ ágætlega í­ Aþenu.

Svo sá ég nýja skoðanakönnun í­ Fréttablaðinu þar sem Samfylkingin réttir ærlega úr kútnum og Vinstri grænir missa fylgi. Ekki kann ég neinar skýringar á því­ og sé ekki hvað gæti valdið þessu. Nema að VG missi fylgi um leið og Steingrí­mur fer af þingi. Hann er hins vegar búinn að vera sæmilega áberandi í­ fjölmiðlum þrátt fyrir það. Stjórnin heldur samt naumum meirihluta og ef kosninganiðurstöður yrðu eitthvað í­ lí­kingu við þetta gæti orðið erfitt að mynda stjórn. Enn er þó of langt til kosninga til að þessi niðurstaða sé tilefni til nokkurs annars en skemmtilegra vangaveltna um pólití­kina í­ landinu.

Kardimommubærinn verður frumsýndur í­ Freyvangsleikhúsinu á laugardaginn og þetta er allt að skrí­ða saman þessa dagana. Ekki nema örfáir sem eru ekki enn öruggir á textanum sí­num. Sviðsmyndin er alveg rosalega flott en lí­klega hefði mátt leggja meira í­ búningana. Svo kom Steini frá Höfn til að hanna ljósin fyrir okkur og hann er náttúrulega snillingur. Þetta er fjölskyldusýningin á Norðurlandi í­ ár.