Mætt aftur á næturvakt.

Við hjónin fengum tvö páskaegg á páskunum og annar málshátturinn var mjög viðeigandi en hann var svo hljóðandi: Ekki er sú ást auðslitin er ungir bundu.
Þetta er viðeigandi þar sem eftir nokkra daga eru liðin 11 ár sí­ðan við kynntumst og þrjú ár sí­ðan hringarnir voru settir upp.

Það er svo sem ekki mikið að frétta frá okkur. Ég sé varla Hrafnkel þessa dagana, þar sem hann er sofandi þegar ég kem heim á morgnanna af næturvakt og þegar hann fer í­ vinnuna er ég sofandi. Hann kemur svo heim og við borðum kvöldmat saman og sí­ðan er ég rokin af stað í­ vinnuna. Þá daga sem ég fer svo í­ ræktina þá nota í­ kvöldmatartí­mann í­ það og þá sé ég hann ekki neitt. Næsta vika verður þó eitthvað skárri þar sem ég verð í­ frí­i í­ 7 daga:-)

Það er annars voða fátt að frétta. Hrafnkell er búinn að hafa nóg að gera með hljómsveitinni og spila bæði á ellefunni og á organ. Hann er svo búinn að vera sí­ðustu kvöld í­ stúdí­ói að taka upp þrjú lög og upptökum á að ljúka í­ kvöld. Hrafnkell er svo að byrja að æfa bandý. Það er sem sagt ekki nóg fyrir hann að æfa körfu tvisvar í­ viku,fara í­ ræktina tvisvar í­ viku, kenna á gí­tar og æfa með hljómsveitinni að minnsta kosti tvisvar í­ viku;-)

Það er farið að styttast í­ flórí­da og að sama skapi fækkar dögunum sem ég hef til að komast í­ bikiní­ið:/ Það verður sko algjör draumur að fá smá frí­ með eiginmanninum, sama hvort bikiní­ið verður með í­ för eða ekki;-)

2 replies on “Mætt aftur á næturvakt.”

  1. Hæ! Fyndið! Ég var einmitt að segja við Sverri fyrir tveimur dögum sí­ðan að þið eruð ekki enn búin að sjá Iðunni með berum augum….og það er okkur að kenna, við ætluðum alltaf að koma, en svo er hún orðin 9 mánaða núna. Þannig að þetta þýðir ekki lengur! Við kannski náum ykkur áður en þið fljúgið til Flórí­da, hvenær verður það? Gaman, gaman 🙂

  2. Já það er auðvitað alveg út í­ hött að hafa aldrei séð prinsessuna nema á myndum (ekki eins og við séum hinum megin á hnettinum). Við förum út eftir mánuð, sem sagt 23. maí­:)

Comments are closed.