Jæja…

Nú er ég ví­st löngu komin heim frá útlöndum og farin að gera eitthvað af viti.
Það sem ég geri samt helst þess dagana er að spila Mario Bros eitt og þrjú. Við erum með gömlu nintendo tölvuna mí­na núna og erum búin að skemmta okkur konunglega yfir þessum leikjum.

Það sem kom helst á óvart er hvað borðin eru öll stutt. Maður er nánast búin áður en maður er byrjaður:)

Barnaflóðið heldur áfram í­ kringum mig, sí­ðan ég kom frá útlandinu hafa tvö börn fæðst og nú eru þrjú eftir.

Það munar ekki um það 🙂

vinnuJóhanna