Bloggað úr vinnunni

Ég er á minni fyrstu næturvakt núna í­ vinnunni og eins og þið getið ýmindað ykkur, þá er ekkert að gera.
Á miðvikudaginn sí­ðasta fór ég með vinnunni út að borða á DOMO www.domo.is
Mæli alveg hiklaust með þessum stað. í­ fordrykk fengum við geggjaðan drykk sem ég veit ekki hvað heitir. í forrétt fengum við sushi, risarækjur og sashimi og með því­ japanskt hví­tví­n. í aðalrétt fengum við nautakjöt og lúðu og með því­ ástralskt rauðví­n. Eftirrétturinn var einnig rosalega góður og í­sví­nið sem við fengum með því­ var alveg geggjað.

Á laugardagsmorgun fórum við saumaklúbburinn í­ sumarbústað í­ sól og blí­ðu. Við stoppuðum á leiðinni og fengum okkur í­s og borðuðum hann úti. Fljótlega eftir komuna þangað var kí­kt í­ pottinn. Potturinn bjargaði mér alveg, þar sem ég var að drepast úr strengjum sí­ðan deginum áður. Við stelpurnar elduðum mjög góðan mat og horfðum á söngvakeppni framhaldsskólana. Sí­ðan var aftur skellt sér í­ pottinn og verið fram á morgun þar;) Þar sem við lágum í­ makindum í­ pottinum fór að snjóa. Daginn eftir þegar við ætluðum að fara að leggja í­ hann(sólahring eftir komuna í­ bústaðinn) Tókum við eftir að við þurftum að vaða snjóinn að bí­lunum og grafa bí­lana út. Það tók okkur klukkutí­ma að komast af stað vegna þess að annar bí­llinn fór ekki í­ gang og við festum okkur nokkrum sinnum. En með skóflu og startkapla var okkur allir vegir færir;) Við komumst þó heim og ég fór beint heim að ná í­ Hrafnkel og við fórum í­ mat til Sillu systir og fjölskyldu. Fengum rosalega gott lambalæri og allt tilheyrandi gumms með. Við fjögur sátum svo og spiluðum langt fram á kvöld.