Að lokinni árshátíð

Árshátíð Vantrúar yfirstaðin.  Mjög gaman eins og alltaf.  Við erum svo snjöll að við höfðum ekki áttað okkur á að Vantrú var stofnuð þann 26. ágúst fyrr en ég fattaði að það væri væntanlega alveg að koma að þriggja ára afmælinu.  Skáluðum fyrir því.  Margir fengu sér sopa af einhverjum drykk sem sköpunarsinninn Mofi gaf okkur í staðinn fyrir áritaða eintakið af The Blind Watchmaker.  Það minnti samt voðalega á altarisgöngu þegar glasið gekk hringinn.

Ég smakkaði drykkinn ekki en fékk mér sopa af Viskí.  Þetta var ekki eins og að fá vökva upp í sig heldur bara reyk.  Ég reyndi að eyða bragðinu með appelsíni en ekkert gekk þannig að ég fékk mér Tópas til að drepa það.  Síðan fann ég á mér eftir smá tíma.  Fyrsta sinn á ævinni.  Get ekki sagt að ég hafi fattað hvað fólk fílar við þetta.  Varð bara hálfpirraður á því.

En já.  Gott fólk, skemmtilegar og súrar umræður.  Frábært kvöld.  Hlakka til næsta Vantrúarhittings sem ætti að verða eftir mánuð eða svo ef við stöndum okkur.

9 thoughts on “Að lokinni árshátíð”

  1. til hamingju með afmælið 🙂
    Var þetta Laphroiag sem þú smakkaðir? Ég kem þessu ekki niður heldur, hrikalega vond þessi reyktu viskí. Eins og góð viskí geta verið góð…

  2. hmm no offence en finnur maður á sér af einum sopa af viský?
    En þetta með reykjarbragðið stenst alveg. Við áttum hérna einhvern rudda (Ballantine’s) og ég gat ekki drukkið hann vegna þess að mér fannst alltaf eins og ég væri að sleikja öskubakka. Það er hins vegar tvennt ólíkt reykjarbragð og reykjarbragð. Sum eru meira eins og að borða hangikjöt.

  3. Nei, það var vodkinn sem ég notaði til að drepa Viskíbragðið sem varð til þess að ég fann á mér, það var aðeins meira en sopi.

  4. Þegar Vantrú ákveður að halda hitting á Akureyri lofa ég ótakmörkuðum (eða afar fast að því) víski- og koníakbirgðum handa þeim er vilja 🙂 Reykjarbragð, ruddi – og allt þar á milli.

Lokað er á athugasemdir.