Á fimmtudagskvöldið skrapp ég á Nýnemahitting Þjóðbrókar. Reyndar voru flestir þarna gamlir nemendur. Á leiðinni þangað rakst ég á eina bumbu á Bókhlöðunni og tók hana með mér. Þar hitti ég aðra bumbu. Þriðja bumban var ekki í stuði til að mæta. En ég tók ótal myndir af þessum tveimur sem þó komu á myndavélina hans Eggerts.
Silja og Eydís, í þeirri röð. Held að Eydís sé sett á morgundaginn.