Fyrirlestur Margaret Downey í kvöld

Í júní sem leið héldu fjögur félög efahyggjufólks glæsilega ráðstefnu í Reykjavík undir titlinum Jákvæðar raddir trúleysis á Íslandi. Þetta voru Skeptíkus, Vantrú, SAMT og Siðmennt, í samstarfi við Atheist Alliance International. Þessa dagana geta þeir sem ekki komust fengið að hlýða á einstaka fyrirlestra af myndbandsupptöku.

2. nóvember klukkan 20 í stofu 132 í Öskju:
Margaret Downey – Celebrating Life the Secular Way
Margaret Downey er „Celebrant“. Hún sér um athafnir svo sem giftingar, jarðarfarir og nafngiftir hjá trúleysingjum/húmanistum. Í fyrirlestrinum fjallar hún um störf sín.

Eftir sýninguna mun fulltrúi frá Siðmennt svara spurningum um hvernig þessum málum er háttað hér á landi.

Enginn aðgangseyrir.

2 thoughts on “Fyrirlestur Margaret Downey í kvöld”

  1. Mér hefur aldrei þótt orðið efahyggjumaður skemmtilegt orð. Mér finnst það ekki sérstaklega lýsandi fyrir sjálfa mig, a.m.k.

    Ég er alveg sannfærð um að þessi guð kristinnar trúar er ekki til. Enginn efi þar. Ég veit hinsvegar ekkert um líf eftir dauðann eða svoleiðis, en það er engin spurning um efa. Ég viðurkenni bara fávisku mína um slíkt. Efast ekkert sérstaklega um eina kenningu eða aðra.

    Ég efast ekkert. Ég bara veit ekki, og það hræðir mig ekki neitt.

  2. Ef þú ert ekki viss þá hlýtur það að fylgja að þú efist um fullyrðingar um hvað sé eftir dauðann. En reyndar nota ég sjálfur orðið efnishyggjumaður ef ég vil útlista afstöðu mína öðruvísi en með tilvísun í trú. Ég tel semsagt að efni og andi geti ekki verið aðskilin, að það sé ekki til neitt sérsvið andans.

Lokað er á athugasemdir.