Reykingar í biðskýlum

Undanfarið hef ég ítrekað lent í því að koma að strætóbiðskýlum þar sem er annað hvort svakaleg reykingafýla eftir einhvern sem er farinn eða þá að það er einhver að reykja þar.  Ég fatta ekki svona hegðun. Og af hverju er þetta ekki bannað?  Maður kemur þarna, það er skítakuldi og vindur en það er samt ekki hægt að þola að vera inn í skýlinu.  Ég er á því að réttu viðbrögðin séu að rífa sígarettuna úr trantinum á fólkinu og stappa á henni.  Ég vona að ég verði nógu pirraður til að gera það næst.

7 thoughts on “Reykingar í biðskýlum”

  1. Er mjög sammála! Mér hefur líka fundist eins og skyrpingar séu að aukast og það er ekki þverfótað fyrir hrákum við strætóskýli. Það er lágmark að ganga nokkra metra frá strætóskýlunum til að reykja og skyrpa svo í grasið. Virkilega ósmekklegt.

  2. OH hvað ég er sammála. Þvílík ósvífni og tillitsleysi. Maður er blásaklaus að reyna að fá hita í kroppinn og þarf þá að anga af ógeðislykt…

  3. Jú víst, hann getur hangið þarna helvíti lengi Vésteinn ef vindáttin er óhentug. Þegar ég kom að tómu biðskýli um daginn þá var ekki líft inn í því þær fimm mínútur sem ég stóð og beið í rokinu.

    Ef reykingafólk vill reykja þá getur það auðveldlega farið út fyrir og reykt þar án þess að angra neinn, sérstaklega ef það velur réttan stað miðað við vindátt. Hvor á réttinn hérna?
    Veistu hvaða áhrif reykingalykt hefur á fólk eins og mig sem er viðkvæmt fyrir honum? Af því að vera hjá reykingamanni sem reykir eina sígarettu þá get ég, ef illa fer, fengið höfuðverk sem stendur heilan dag. Það er fáránlegt að reykingafólk skuli ekki gera sitt besta til að koma í veg fyrir óþægindi annarra af þessu.

    Það er fáránlegt að það sé nauðsynlegt að setja lög um eitthvað sem ætti að falla undir almenna kurteisi.

  4. Alveg er eg hjartanlega sammala ther! Eg verd bara pirrud ad mæta folki reykjandi a gangstett. Reyndar er mjog erfitt ad halda thessu pirri her i DK thvi tha væri madur bara i vondu skapi allan daginn enda alls stadar reykt og ekkert tillit tekid nema til theirra sem reykja.

Lokað er á athugasemdir.