Eygló spurði mig að þessu áðan. Ég hef ekki sterkar skoðanir. Hins vegar er það þannig að ef ekki kemur betri tillaga þá styð ég endurreisn. Nú þykir mér ekkert vænt um þessi hús en ég held að það sé einhvers virði að varðveita gamla götumynd jafnvel þó að það sé ekki alveg “ekta”.
Nú hefur verið sagt að þessi hús séu ekki lengur upprunaleg, að það sé ekkert eftir nema skelin. Ég held að skelin skipti nú töluverðu máli. Aldrei kom fór ég inn á Pravda (það var nú bara prinsippmál) þannig að það eina sem skipti mig máli var útlitið. Mér fannst þetta nú ekkert sérstaklega fallegt en ég get ímyndað mér margt ljótara.
Annars þá finnst mér áhugavert að Villi borgarstjóri virðist ætla að kom í veg fyrir að þarna verði aftur skemmtistaður í framtíðinni. Mér finnst merkilegt að vinstri menn séu alltaf sakaðir um forræðishyggju þegar hægri menn hegða sér síðan svona.
Sjálfum finnst mér þessi hugmynd um að endurreisa húsin í upprunalegri mynd fáránleg. Kallast á við það að leita upprunalegra texta fornhandrita o.s.frv. Svoleiðist verður aldrei annað en ömurlegt fals og Disney. Við megum heldur ekki gleyma því að þetta voru lágreist hús sem lítil reisn var yfir. Húsin þarna í kring eru öll hærri. Sjálfum finndist mér að það ætti að halda í stílinn sem þessi hús voru byggð í en byggja hærra (3 – 4 hæðir) með fallegum turni með laukþaki á horninu. Líta má til bygginga eins og Menntaskólans á Akureyri, Nýja Hótel Reykjavík o.fl. þegar menn hanna þetta nýja hús. Það finnst mér mun skynsamlegra en að endurbyggja þessi tveggja hæða háu kofaræksni upp á nýtt.
Ég var að segja að mér finnst það búa til “fallegri” hús í gömlum stíl vera miklu meira Disney heldur en að reyna að gera þau sem líkust þeim sem voru fyrir. Þá erum við ekki bara endurskapa fortíðina heldur að reyna að endurskapa hana þannig að hún verði sætari. Við gætum alveg brugðist við því að gamlir torfbæir brenni með því að byggja þá alla aftur eins og Bustarfell.
Það að gera húsin eins nálægt því sem þau voru kemur allavega í samhengi við fortíðina. Sjálfum finnst mér hæðin á húsunum ekki vera neitt sem skiptir máli. Reykjavík hefur lengst af verið lágreist og það er óþarfi að afneita þeirri fortíð.
Ég er heldur ekki að tala um að afneita fortíðinni heldur sleppa því að endurtaka hana. Það er alþekkt að hanna hús þannig að þau falli að umhverfi sínu og hefur verið iðkað víða, þó það sé sjaldgæft hérlendis. Það snýst alls ekki um að endurskapa fortíðina heldur sína henni virðingu með því að byggja nútímaleg hús sem þó stinga ekki í stúf við þau gömlu, t.d. með því að hafa svipað útlit. Þetta hús ætti að vera í samræmi við byggðina hinum megin við lækjargötuna, þ.e. Torfuna. Þú, Óli Gneisti, ættir líka að vera fyrsti maður til að átta þið á því að það að eitthvað hafi alltaf verið einhvernvegin er ekki rök fyrir því að það eigi að vera svoleiðis áfram. Það er rökvilla sem ég held að þú þekkir nafnið á betur en ég. 🙂
Ekki oftúlka mig svona. Ef ég vísa aftur í upprunalegu færsluna þá segi ég að ef ekki koma fram betri hugmyndir þá styðji ég að húsin verði aftur byggð í upprunalegri mynd. Ég hef ekki séð betri hugmynd. Þetta er ekki það að ég svo fastheldinn á fortíðina heldur að ég hræddur um að það komi eitthvað miklu verra í staðinn og það er ekki óraunhæfur ótti miðað við hvernig hefur verið byggt í miðborginni hingað til.