Ég var væntanlega að misskilja eitthvað þegar talað var um Samfylkinguna sem mótvægi við Sjálfsstæðisflokk.
En spuninn var frekar augljós. Strax á sunnudag fór Samfylkingin að tala um hve VG þráði heitt að fara í stjórn með Sjálfsstæðisflokknum. Ingibjörg Sólrún sagði síðan að VG hefði ýtt vinstri stjórn út af borðinu þrátt fyrir að þarna hafi verið eini flokkurinn sem talaði um slíka stjórn. Greinilegt að þetta hefur vakið fyrir þeim allan tímann. Þau vildu strax gera vonir fólks um vinstri stjórn að engu og láta eins og það hafi verið óhjákvæmilegt að þau færu í rúmið með Geir. Augljóst þvaður.
Framsóknarflokkurinn lét draga sig áfram á asnaeyrunum líkt og Alþýðuflokkurinn 1995. Flokkurinn hefði getað haldið einhverju af virðingu sinni en gerði það ekki. Pólitískum ferli Jóns Sig er lokið og nú er bara að sjá hver af þessum vongóðu formannsefnum stekkur á stólinn hans.
En núna getum við vonað að spunabloggararnir fari að leggja sig niður. Sumir hafa þegar gert það og er það mikið gleðiefni.
Já, og á sömu asnaeyrunum og Ólafur F. lét draga sig í hálfan sólarhring áður en Björn Ingi „Steingrímur J. kom í veg fyrir vinstristjórn og VG eyðilagði R-listann“ hoppaði upp í fangið á Sjálfstæðisflokknum þar sem hann er enn.
Jæja, ég held að þú getir farið að dansa “ætóldjúsó”-dansinn hvað úr hverju…
Æ give me a break. Sjálfstæðisflokkurinn er og hefur aldrei verið fyrsti valkostur Samfylkingarinnar í stjórn. Niðurstaða kosninganna var nokkuð óhjákvæmilega á þá leið að Sjálfstæðisflokkurinn stæði með pálmann í höndunum og gæti valið flokk til samstarfs. Hefðu VG-liðar ekki frekar viljað fara í stjórn með Sjálfstæðisflokknum heldur en horfa upp á Samfylkinguna fara í stjórn með Sjálfstæðisflokknum?
Heldurðu að Steingrímur og Ögmundur hefðu slegið hendinni á móti tilboði um stjórnarmyndunarviðræður við íhaldið? Ædóntþeinksó.
En ef svo hefði farið hefðu það einmitt verið kratar sem hefðu dansað “ætóldjúsó”-dansinn.
Hildur, það er bara einfaldlega þannig að það er ekkert sem sameinar VG og Sjálfsstæðisflokkinn nema andstaðan við ESB. Það er ekkert til að byggja stjórnarsamstarf á. VG er eini flokkurinn sem hefur yfirhöfuð hvatt til vinstri stjórnar opinberlega.
Samfylkingin hefur hins vegar verið með leikrit þar sem þeir eru að reyna að réttlæta þessa stjórnarmyndun sína með því að halda fram að VG vilji endilega fara með Sjálfsstæðisflokknum. Þar er bara þvaður.
Annars þá er maður núna að heyra að þetta hafi nú verið ákveðið fyrir löngu. Siv hélt þessu meiraðsegja fram fyrir kosningar að það væri þegar komið samkomulag á milli D&S.
Ef það er leikrit hjá Samfylkingunni að halda því fram að VG vilji fara í stjórn með Sjálfstæðisflokknum þá eru Ögmundur og Steingrímur fullmeðvitaðir leikarar í þeim leik þar sem þeir hafa líka biðlað til íhaldsins.
Auðvitað hefur fólk heyrt hér og þar að það hafi verið ákveðið fyrir löngu að samfó og íhaldið færu saman. Svo hefur fólk heyrt það alveg jafn mikið að það væri búið að ákveða að íhaldið og VG færu saman í eina sæng. Því að það er ekki bara andstaðan við ESB heldur andstaðan við Samfylkinguna sem sameinar íhaldið og VG. Það er lím sem gæti fest þá saman.
En umfram allt er það algert reginbull að Samfylkingin hafi viljað fyrst og fremst mynda stjórn með íhaldinu. Vinstri stjórn, helst tveggja flokka, var alltaf draumur flokksins. Kosningarnar buðu ekki upp á það, og staða Framsóknarflokksins býður heldur ekki upp á R-listastjórn.
Svona kenningar um að allt hafi verið planað fyrirfram verða auðvitað alltaf til en fólk bara ákveður hverju það vill trúa.
Samstarf við Sjálfstæðisflokkinn á eftir að skaða Samfylkinguna óheyrilega fyrir utan það að kljúfa vinstri vænginn. Ekki er ég sátt við þennan ráðahag frekar en margir aðrir innan flokksins.
Hinn valkosturinn var hins vegar klárlega D+V. Kannski hefði það verið skárra fyrir Samfylkinguna, upp á kosningar eftir 4 ár.
Ég fatta ekki hvernig andúð á Samfylkingunni getur orðið lím á ríkisstjórn. Hvaða málum ætti ríkisstjórn VG og Sjálfsstæðisflokks að koma í gegn? Hvernig málefnasamningur yrði gerður? Það er bara brandari að tala um að slíkt hefði nokkurn tímann komið til greina nema sem neyðarúrræði.
Ég sé ekki að VG hafi biðlað til Sjálfsstæðisflokksins, en það er hins vegar línan sem Samfylkingin vill halda að fólki. Það er ljóst að Samfylkingin var bara ekki allt í einu í gær að semja við íhaldið, samningaviðræður hófust fyrir löngu (hvort sem það var fyrir kosningar eða ekki). Það segja að ef Samfylkingin hefði ekki samið við Sjálfsstæðisflokkinn þá hefði VG gert það er bara léleg réttlæting. Maður sá þetta strax á því hvernig Össur talaði í Silfri Egils á sunnudaginn, það var verið að undirbúa þessa réttlætingu.
Ef að staða Framsóknarflokksins kemur í veg fyrir R-listastjórn þá var minnihlutastjórnarhugmynd VG að sjálfssögðu leið framhjá því. Framsóknarmenn voru bara ekki nógu klókir til að fatta kostina við slíka stjórn. Ég held hins vegar að það væri vel hægt að mynda þriggja flokka stjórn B+S+V, ég sé ekki hvað myndi stoppa það. Það er alltaf hægt að finna málamiðlanir. Kratarnir eru bara miklu skotnari í Sjálfsstæðisflokknum.
Ögmundur og Steingrímur biðluðu báðir til íhaldsins. Ég geri mér grein fyrir því að íhaldið er ekki þeirra fyrsti valkostur, en miðað við niðurstöður kosninganna, útreið framsóknarflokksins, og andúðina á milli VG og framsóknar, þá er íhaldið einfaldlega með öll tromp í hendi sér.
Mér finnst alveg fáránlegt að sjá VG liða halda því fram að Samfylkingin hafi alltaf verið skotin í íhaldinu, þar sem það er einfaldlega bull og VG ættu að vita betur. Og ég skil enn síður þá kenningu VG liða um að aðild Framsóknar að vinstristjórn hafi alltaf verið inni í myndinni.
Ég hefði frekar viljað R-listastjórn.
Steingrímur sló R-listastjórnina út af borðinu í tveimur þáttum daginn eftir kosningar. Það var hverjum manni sem horfði á þætti kristaltært.
Svo kom þessi furðulega tillaga VG um minnihlutastjórn undir vernd Framsóknar. Sú tillaga var spuna tillaga til þess að geta haldið því fram að VG hafi viljað vinstristjórn. Það var augljóst að Framsókn tæki það aldrei í mál.
Það sem blasti við Samfylkingunni var að Framsókn og VG virðast ekki geta unnið saman í ríkisstjórn, reyndar er vafasamt5 að þeir tveir flokkar geti verið saman í herbergi.
Mér þykir það leitt að óþol VG og Framsóknar hvort á öðru útilokaði vinstjórn. En svona er það.
Kveðjur 🙂
Þórir Hrafn
VG vildu alltaf vinstristjórn eins og Samfylkingin. VG vildi hins vegar ekki sjá Framsókn fyrr en þeir áttuðu sig löngu eftir kosningar. Samfylkingin útilokaði hins vegar aldrei Framsóknarflokkinn þótt hún væri alltaf skotnust í vinstristjórn.
Ég spyr einfaldlega: Hvaða tilraun gerði Samfylking til að fá Framsókn og VG til að tala saman? Enga. Hverjir komu fram með tillögu um vinstri stjórn? VG. Hvenær sagði VG að það væri útilokað að mynda þriggja flokka stjórn með Framsókn? Aldrei. Hverjir fóru í samningaviðræður við Sjálfsstæðisflokkinn á bak við tjöldin? Samfylkingin. Það má koma með hvaða spuna sem er en staðreyndirnar liggja á borðinu.
Minnihlutarstjórnarhugmyndin var að sjálfssögðu miklu betri en menn hafa talað um. Framsókn hefði þar fengið færi til að taka til hjá sér, fengið formennsku í einhverjum nefndum. Síðan hefði flokkurinn getað gengið inn í ríkisstjórn eftir einhvern ákveðinn tíma. Ég held samt að pælingin hafi ekki endilega verið að fá Framsókn til að samþykkja þetta hrátt heldur til að fá þá til að segja “nei, við myndum vilja meira” og vinna út frá því. En Framsókn hafði ekki vit á því að losa sig strax úr ríkisstjórninni.
En ég tek eftir því að Samfylkingarmenn þegja um það hve stirt er á milli stórs hluta Framsóknarmanna og Ingibjargar Sólrúnar.
Framsókn og VG sáu alveg um að tala hvort annað niður sjálf.
Mér fannst það nú bara nokkuð ljóst af ummælum VG manna um Framsókn daganna eftir kosningar (ég bendi á leiðtogaþættina á stöð 2 og rúv) að áhuginn þar á milli var nkv. enginn.
En annars hefði ég viljað vinstristjórn. Kannski verður það ennþá, það er náttúruelga ekkert búið. En annars vonandi næst…
Kveðjur 🙂
Ef að lokapunktur plottsins væri að Ingibjörg hefði í raun verið að plata VG og Framsókn til að sættast og bjóða sér Forsætisráðuneytið þá væri hún snillingur.