Neil Gaiman er að vonast til að stoppa á Íslandi í einn dag á leið sinni til London. Það er bara ein búð á Íslandi sem hefur viðskiptavini sem almennt meta Gaiman og það er Nexus, vonum að þeir hafi vit á að reyna að fá hann í stutt stopp (þó það gæti verið erfitt að koma því í kring í svona snöggri heimsókn).
Ég nota hér hið ofurmisnotaða orð Íslandsvinur en Neil Gaiman er að sjálfssögðu raunverulegur vinur Íslands. Landið hefur komið fram í bók eftir hann, íslensk menningararfleið heillar hann og hann notaði meiraðsegja íslensku í bókinni sem ég minntist hér á að ofan.
Maðurinn er brilljant. Lesið bækurnar hans.