Tvö viðtöl, ís og spjall

Gærdagurinn bar árangur. Í gærmorgun átti ég þrjú viðtöl eftir af sumarverkefninu. Ég náði síðan í einn viðmælanda og bókaði viðtal við síðdegis. Eftir það viðtal þá bauðst hann til að redda mér fleirum til að tala við og það gekk svo snöggt að ég bókaði annað viðtal um sexleytið. Seinna viðtalið fór reyndar fram á mjög óvenjulegum stað.

Svenni bróðir Eyglóar kom í gærkvöldi og að vanda vildu systkinin fara í ísrúnt. Rétt áður höfðum við Svenni reyndar sofnað yfir sveppamynd í sjónvarpinu. En við fengum okkur ís í Skuldafenum en þá var hringt í Eygló og hún látin vita af því að afi þeirra væri komin með kartöflur í bæinn.

Við fórum því að ná í kartöflurnar og að fór svo að við vorum að spjalla til miðnættis við Bensa frænda hennar Eyglóar og Viggu konuna hans. Ég gleymdi annars að minnast á vonbrigði mín með að honum hefði ekki þótt ég nógu merkilegur til að bæta mér í tekjublaðið sitt.