Andrés Magnússon og djöflalestin

Andrés Magnússon tekur sig til og gagnrýnir harðlega þá ákvörðun R-listamanna að fara og skoða einhverjar lestir hjá sveitarfélögum sem eru af svipaðri stærð og Reykjavík. Hann segir að þetta sé einhver lestaárátta hjá R-listamönnum sem virðast bara vera ofvaxin börn í hans huga. Hann tekur sig líka til og rifjar upp mál sem var á dagskrá fyrir frekar stuttu síðan um hraðlest milli Reykjavíkur og Keflavíkur og segir að slíkt gæti aldrei borgað sig.

Andrés Magnússon skilur ekki almenningssamgöngur, þær eiga ekki að borga sig einsog frjálshyggjumenn vilja í beinhörðum peningum. Almenningssamgöngur eiga að létta á umferð, veita fólki raunverulegan valkost og vera umhverfisvænar.

Andrés Magnússon skilur ekki herferð R-listans gegn einkabílnum þó einkabílar séu meðal aðalvandamála í skipulagi borgarinnar. Endalaust er kvartað yfir bílastæðaleysi, gatnaframkvæmdir kosta óhemju pening, umferðin á álagstímum er hræðileg. Það væri yndislegt að minnka notkun á einkabílum.

Andrés bendir á að strætisvagnar fari um hálftómir og hallarekstur sé á þeim. Ólíkt Andrési þá hef ég lausn á því máli, lækkum fargjöld og bætum þjónustu. Ég veit að stór hluti ástæðunnar fyrir að margir sem ég þekki nota ekki strætó er vegna þess að það er alltof dýrt. Ég held að fargjaldalækkun myndi í raun auka hagnaðinn og þá væri hægt að auka þjónustu sem síðan myndi auka notkun. Undanfarin ár hefur þróunin einmitt verið í akúrat öfuga átt við það sem ég var að lýsa, fargjöld hafa hækkað, farþegum fækkað og þjónusta minnkað. Þetta hefur ekki verið eðlileg þróun og það er nauðsynlegt að snúa henni við.

Þessi grein Andrésar er ómálefnaleg að mörgu leyti, á alls ekki heima á vefmiðli með sjálfsvirðingu (meira í átt við bloggfærslu :). Yfir greininni hefur Andrés látið mynd af einhverri djöflalest og í huga mér þá sé ég hann einmitt fyrir mér sem lestarstjóra þessarar lestar að keyra Pressuna beina leið til helvítis.

3 thoughts on “Andrés Magnússon og djöflalestin”

  1. Ég vil gera athugasemd við eina setningu: „Þessi grein Andrésar er ómálefnaleg að mörgu leyti, á alls ekki heima á vefmiðli með sjálfsvirðingu (meira í átt við bloggfærslu :)“.

    Birtist þessi grein ekki á blogginu hans Andrésar? Er þessi Pressa eitthvað anneð en það?

  2. Akkúrat það sem ég er búin að tuða um endalaust síðustu árin – nema þetta: Almennilegar almenningssamgöngur mundu borga sig í beinhörðum peningum, jafnvel ef þær væru ókeypis. Það er ekki eins og það kosti ekki pening að leggja alla þessa vegi og byggja öll þessi bílastæðahús …

Lokað er á athugasemdir.