Virðingaröð glæpamanna

Ég held að ég hafi áttað mig viðhorfi meðal Íslendings til glæpa og glæpamanna.

Neðstir í virðingaröð glæpamanna eru útlendingar sem fremja glæpi á Íslandi. Þeir eru eiginlega ómennskir. Ofan við þá eru Íslendingar sem fremja glæpi á Íslandi. Efstir í virðingaröðinni eru Íslendingar sem fremja glæpi í útlöndum. Þeir teljast eiginlega ekki alvöru glæpamenn. Það er þó samræmi í einu í afstöðu Íslendinga til þeirra sem fremja glæpi. Þeir vilji að útlendingar sem fremja glæpi hér fari heim og að Íslendingar sem fremja glæpi úti komi heim. Eða er það stórt ósamræmi? Ég er ekki viss.